Innlent

Anna Kol­brún Árna­dóttir er látin

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Anna Kolbrún Árnadóttir fyrrverandi þingmaður.
Anna Kolbrún Árnadóttir fyrrverandi þingmaður.

Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun.

Frá þessu var greint í upphafi þingfundar í dag. Verður hennar minnst við upphaf þingfundar á mánudaginn næstkomandi.

Anna Kolbrún sat á þingi fyrir Miðflokkinn í Norðausturkjördæmi árin 2017 til 2021. Hún var fædd á Akureyri þann 16. apríl árið 1970. Fram að þingmennsku starfaði hún sem sjúkraliði og fagstjóri sérkennslu. Hún hafði greint frá því í viðtölum að hún hafi glímt við krabbamein frá árinu 2011.

Anna Kolbrún lætur eftir sig eiginmann, eitt barn og þrjú stjúpbörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×