Mourinho er í dag þjálfari Roma í ítölsku úrvalsdeildinni og núgildandi samningur hans við félagið rennur út sumarið 2024. Ef marka má grein franska miðilsins RMC Sport um málið á Campos hins vegar að hafa viðrað möguleikann á því að Mourinho láti af störfum hjá Roma í sumar og taki við franska stórliðinu.
🚨 PSG sporting director Luis Campos is in advanced talks with José Mourinho's agent!
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) May 7, 2023
The Portuguese manager is only interested in two clubs: PSG and Real Madrid.
(Source: @FabriceHawkins / @RMCsport ) pic.twitter.com/cpLn91SpfX
Þjálfari PSG í dag er hinn franski Christophe Galtier. Galtier tók við liðinu fyrir yfirstandandi tímabil, en árangurinn undir hans stjórn hefur ekki þótt viðundandi og því er ekki ólíklegt að forráðamenn PSG reyni að skipta um mann í brúni í sumar.
PSG er með sex stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og því verður að teljast líklegt að liðið tryggi sér þann titil enn eina ferðina. Undir stjórn Galtiers mistókst liðinu hins vegar að vinna frönsku bikarkeppnina, og þá féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.