Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. maí 2023 20:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um sláandi skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við hvalveiðar á Íslandi. Þar gagnrýndi lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ráðherra fyrir að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. ekki, en félagið er það eina á Íslandi sem má veiða hvali. Sagði hún veiðileyfið vera háð skilyrðum um að farið yrði eftir öllum reglum en skýrslan varpað ljósi á brot Hvals hf. á ákveðnum ákvæðum. Þá hafa fleiri gagnrýnisraddir bæst við í hópinn, meðal annars frá formanni Viðreisnar, sem segir það óverjandi að ráðherra skuli ekki afturkalla leyfið. Matvælaráðherra segir það ekki vera rétt að hún geti afturkallað leyfið eftir útgáfu leyfisins þrátt fyrir að orðalag þess gefi það í skyn. „Samkvæmt minni ráðgjöf sem ég fæ úr mínu ráðuneyti sem snýst um það að allt sem ég geri þarf að byggja á lögum en ekki bara minni afstöðu eða minni skoðun á einhverjum viðfangsefnum, segir mér það að það sé ekki lagagrundvöllur til þess að afturkalla leyfið. Ég vil byggja mínar ákvarðanir á traustum grunni og fer þess vegna að þessari ráðgjöf,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún ítrekaði að fagráð um velferð dýra muni ákvarða um næstu skref, líkt og áður hefur komið fram. „Mér blöskraði og ég sagði að þetta væru sláandi niðurstöður og það er þannig. En um leið þá er ég embættismaður sem verður að fara eftir lögum. Næstu skref snúa að því að Matvælastofnun heldur áfram að vísa þessum niðurstöðum til fagráðsins og fagráðið metur og vegur hvort það sé yfirhöfuð hægt að uppfylla lög um dýravelferð þegar verið er að drepa þessi stóru dýr,“ segir Svandís. Ekki liggur fyrir hvort, eða þá á hvaða grunni, það ætti að framlengja veiðileyfið sem rennur út í lok þessa árs. Fréttastofa sóttist eftir viðbrögðum við því frá Kristjáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals í dag. Hann ansaði þeirri beiðni ekki.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. 9. maí 2023 07:01
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30