Fótbolti

Eftirsjá Lionels Messi bar árangur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi mætti með slaufu í gær þegar hann var valinn íþróttakarl ársins hjá Laureus samtökunum.
Lionel Messi mætti með slaufu í gær þegar hann var valinn íþróttakarl ársins hjá Laureus samtökunum. Getty/Aurelien Meunier

Tveggja vikna bann Lionel Messi frá æfingum og leikjum Paris Saint-Germain styttist heldur betur í annan endann.

Messi var mættur aftur á æfingu franska liðsins í gær og má spila næsta leik liðsins sem er á móti Ajaccio á laugardaginn.

Messi hafði daginn áður sent frá sér myndband þar sem hann var fullur eftirsjár og bað alla afsökunar.

Þessi afsökunarbeiðni og útskýring Messi fór greinilega vel í forráðamenn PSG því þeir gáfu honum grænt ljós á ný.

Messi sleppur þó ekki við sektina en hann mun ekki fá launin sín í tvær vikur en það eru um 1,6 milljónir evra eða um 243 milljónir íslenskra króna.

Messi fékk bannið fyrir að stinga af til Sádí Arabíu án leyfis en miklar líkur eru á því að hann geri risasamning við sádi-arabískt lið þegar samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út í sumar.

Stuðningsmenn PSG hafa púað á einn allra besta leikmann sögunnar á síðustu vikum og það er þegar ljóst að hann spilar ekki áfram í Frakklandi.

Messi er með 15 mörk og 15 stoðsendingar í 28 leikjum í öllum keppnum með Paris Saint-Germain á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×