Lífið

Zucker­berg vann til gull­verð­launa á sínu fyrsta móti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Stofnandi Facebook var vígalegur að sjá í miðjum klíðum á mótinu.
Stofnandi Facebook var vígalegur að sjá í miðjum klíðum á mótinu. Instagram

Mark Zucker­berg var ó­vænt meðal kepp­enda í brasilísku jiu-jitsu móti í Redwood City í Kali­forníu um helgina og vann þar til gull og silfur­verð­launa.

Stofnandi Face­book kom mörgum að ó­vörum þegar hann mætti til leiks á mótinu, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian. Það var þó færni hans í bar­daga­í­þróttinni sem kom mest á ó­vart en hann vann ekki til einna, heldur tveggja verð­launa.

Í um­fjöllun miðilsins er haft eftir Zucker­berg að hann hafi fengið á­huga á í­þróttinni í heims­far­aldri Co­vid-19. Hann birti mynd af sér á mótinu á Insta­gram síðunni sinni og sagðist hafa keppt fyrir Guerrilla Jiu Jitsu liðið.

Fjöl­margir hafa óskað milljarða­mæringnum til hamingju með árangurinn á fyrsta mótinu. Þar á meðal er bar­daga­kappinn Conor McGregor sem hrósar Zucker­berg í há­stert.

Jiu-jitsu kempur láta sitt heldur ekki eftir liggja en hinn brasilíski Bernar­do Faria, fimm­faldur heims­meistari í í­þróttinni, segir Zucker­berg bera sig vel á myndinni sem hann birtir á sam­fé­lags­miðlinum.

Er þess getið í um­fjöllun Guar­dian að bar­daga­í­þróttin hafi öðlast æ meiri vin­sældir undan­farin ár. Hollywood stjörnur á borð við Ashton Kutcher, Jason Stat­ham, Rus­sell Brand og Tom Hardy séu allir með belti í í­þróttinni og stundi hana reglu­lega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×