Lífið

Sex læknar og lyfjafræðingur í sömu fjölskyldunni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hér eru tveir af læknunum, þær Sirrý (til hægri), sem er augnlæknir og Guðrún Nína, sem er lungnalæknir. Báðar eru þær starfandi og búsettar í Svíþjóð með fjölskyldum sínum.
Hér eru tveir af læknunum, þær Sirrý (til hægri), sem er augnlæknir og Guðrún Nína, sem er lungnalæknir. Báðar eru þær starfandi og búsettar í Svíþjóð með fjölskyldum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er engin skortur á læknum í þessari fjölskyldu því pabbinn er læknir, þrjá dætur hans eru líka læknar og tveir tengdasynir. Þá er sonurinn lyfjafræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.

Í þætti kvöldsins, „Mig langar að vita“ á Stöð 2 fengum við að kynnast læknafjölskyldu þar sem allir eru meira og minna læknar og doktorar í sínum greinum. Við kynnum fyrst til sögunnar Óskar Zesar Reykdalsson, lækni og forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, það er pabbinn en hann er Selfyssingur í húð og hár. Svo er það eiginkona hans og mamman í hópnum, Bryndís Guðjónsdóttir, fædd og uppalinn í Hveragerði og starfar sem framhaldsskólakennari.

Þá eru það börnin þeirra fjögur en það eru þau Guðjón Reykdal, sem er yngstur og er lyfjafræðingur, Margrét Dís, sem er læknir á Íslandi, Guðrún Nína, sem er læknir í Svíþjóð og Sigríður læknir í Svíþjóð. Eiginmenn Guðrúnar Nínu og Margrétar Dísar eru líka læknar, báðir þvagfæraskurðlæknar, en eiginmaður Sigríðar er kokkur og vinkona Guðjóns er lyfjafræðingur.

Guðjón Reykdal, sem er lyfjafræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eins og gefur að skilja eru þau Bryndís og Óskar að rifna úr stolti af börnunum sínum og tengdabörnum.

„Stolt, alveg að springa,“ segir Óskar og Bryndís bætir við. „Það er ekki hægt að segja annað. Það eru bara eins og allir foreldrar af börnunum sínum held ég.“

Bryndís og Óskar, sem eru að rifna úr stolti, sem eðlilegt er af börnum sínum og tengdabörnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og Bryndís, þú ert kennari, ekki læknir?

„Nei, nei, það er ég ekki,“ segir Bryndís og hlær.

Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinni á Stöð 2+

Margrét Dís, sem er barna- og taugalæknir á Landsspítalanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×