Fótbolti

Rúnar Alex meiddur af velli í tapi Alanyaspor

Smári Jökull Jónsson skrifar
Rúnar var í byrjunarliði Alanyaspor í dag.
Rúnar var í byrjunarliði Alanyaspor í dag. Vísir/Getty

Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fór meiddur af velli hjá Alanyaspor sem tapaði 4-2 fyrir Adana Demirspor í tyrkensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Rúnar Alex og félagar voru í 10. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag en Adana Demirspor í fjórða sætinu og í baráttu um Evrópusæti á næsta tímabli.

Gestirnir í Alanyaspor byrjuðu betur og komust yfir á 11. mínútu þegar Efthymis Kouloris skoraði. Heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og á 23. mínútu þurfti Rúnar Alex að fara meiddur af velli.

Ellefu mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og í þeim langa uppbótartíma skoruðu liðin sitthvor markið. heimamenn fyrst en Alanayaspor jöfnuðu úr víti. Staðan í hálfleik 2-2.

Í seinni hálfleik voru heimamenn hins vegar sterkari. Þeir skoruðu tvö mörk á tíu mínútna kafla snemma í hálfleiknum og tryggðu sér 4-2 sigur.

Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli Rúnars Alex eru en hann er á láni hjá Alanyaspor frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×