Ráðherra skammar stjórnvöld vegna iðnmenntunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. maí 2023 21:05 Áslaug Arna, ásamt Fjólu S. Kristinsdóttur, bæjarstjóra í Árborg og Finni Beck, framkvæmdastjóra Samorku á fagþinginu á Selfossi í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra í ríkisstjórninni skammast út í stjórnvöld fyrir að sinna ekki iðnmenntun betur í landinu því á sama tíma og ungt fólk hefur áhuga á menntuninni er ekki pláss fyrir það í skólunum, sem sé óboðlegt. Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fagþing Samorku, sem eru Samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi vegna hita-,vatns- og fráveitna í landinu var haldið á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Selfossi þar sem mörg fróðleg erindi um allt það helsta, sem er efst á baugi í veitumálum voru haldin af ýmsum sérfræðingum. Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra flutti ávarp og fjallaði þar meðal annars um iðnmenntun, sem ráðherranum er mjög hugleikinn. „Við þurfum að gæta þess að horfa á iðnmenntunina líka, sem gríðarlegt tækifæri. Að stjórnvöld, sem hafa lagt mikið upp úr því að fleiri sæki í það, þá er auðvitað óboðlegt að okkar hálfu að það sé ekki síðan pláss. Mér finnst það mjög miður að stjórnvöldum tekst of sjaldan að hugsa lengra fram í tímann. Við erum oftast og alltof oft að bregðast við einhverri stöðu núna, slökkva einhverja elda, að setja eitthvað fram, sem snýr að einu kjörtímabili en við verðum að getað tamið okkur að geta hugsað til lengri tíma,” sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Og Áslaug Arna hélt áfram að skjóta á stjórnvöld í ávarpi sínu. „En á sama tíma megum við ekki vera varðhundar fyrir kerfi, sem er úrelt eða búa til fleiri hindranir inn í atvinnutækifæri en þörf er á hverju sinni.” Það vakti líka athygli þegar Áslaug Arna minntist á könnun Samtaka iðnaðarins þar sem kemur fram að nú vanti níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum til ýmissa starfa á Íslandi, ekki síst í raunvísinda- og tæknigreinum. „Það er hamlandi gagnvart vaxtartækifærum fyrirtækjanna. Bæði þá mannauðurinn, það vantar fólk og svo auðvitað orkumálin,” sagði ráðherra. Áslaug Arna, ráðherra í ríkisstjórninni, sem flutti ávarp á fagþingi Samorku á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira