Innlent

Óvíst hvort opinn eldur í Drafnarslipp var íkveikja eða óviljaverk

Kjartan Kjartansson skrifar
Drafnarslippur í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum að kvöldi mánudagsins 1. maí.
Drafnarslippur í Hafnarfirði brann til grunna í eldsvoðanum að kvöldi mánudagsins 1. maí. Vísir/Vilhelm

Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að hún hafi rætt við allmarga vegna brunans en það hafi ekki orðið til þess að upplýsa málið. Á meðal þeirra sem rætt var við eru fjögur ungmenni sem lýst var eftir í vikunni. Þau eru ekki talin tengjast brunanum á nokkurn hátt.

Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu á mánudagskvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og stóð slökkvistarf fram á nótt. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×