Bruni í Drafnarslipp

Fréttamynd

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Húsið rústir einar

Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust

Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins.

Innlent