Lífið

Hugi á markaðinn eftir sextán ára samband

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hugi Halldórsson er í dag markaðsstjóri Ísorku, rafhleðslufyrirtækis.
Hugi Halldórsson er í dag markaðsstjóri Ísorku, rafhleðslufyrirtækis.

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson, sem lengi var þekktastur sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum, er orðinn einhleypur. Hugi greindi frá þessu í hlaðvarpi þeirra Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem ber einmitt heitið 70 mínútur.

Hugi og Sigmar fóru um víðan völl í síðasta þætti og ræddu meðal annars kossa, hvernig eigi að kyssa vel og hvað eigi að forðast. Fróðleiksmola eins og að ekki eigi að nota mikið munnvatn sem kallaði á skemmtilega umræðu þeirra félaga.

Sigmar nefndi í þeirri umræðu að Hugi væri búinn að kyssa sömu konuna lengi, eða í sextán ár.

„Nú er ég hættur því,“ sagði Hugi. Þau Ástrós Signýjardóttir verkefnastjóri hafi ákveðið að láta staðar numið en þau eiga saman fjögur börn.

Hugi hefur tekist á við mörg áhugaverð verkefni í fjölmiðlabransanum í gegnum árin, eins og við tökur á Suður-ameríska draumnum árið 2018 sem sjá má að neðan.

Sigmar sagði þetta vera stórfrétt, var hissa, Hugi sagði óþarfi að ræða þetta frekar en þátturinn bar þó heitið „Jarðbundin kynlífstæki, hinn fullkomni koss og stórfrétt af Huga“.

Nefndi Sigmar að það væri ekki síst tilefni fyrir Huga til að kynna sér allt um kossinn á þeim tímamótum sem hann stendur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×