Innlent

Gæslu­varð­hald stað­fest yfir tveimur í tengslum við and­látið á Sel­fossi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóm Suðurlands sem mennirnir kærðu báðir.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóm Suðurlands sem mennirnir kærðu báðir. Vilhelm Gunnarsson

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Mennirnir tveir höfðu báðir kært úrskurðinn til Landsréttar. En þeir munu sitja í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi.

„Áfram er unnið að rannsókn málsins í góðu samstarfi við önnur lögregluembætti og stofnanir,“ segir í tilkynningunni.

Neytti ekki vímuefna

Konan sem lést hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var 28 ára gömul. Eldri systir hennar, Valda Nicola, hefur tjáð sig um andlátið á Facebook. Segir hún meðal annars að Sofia hafi aldrei neytt áfengis, reykt eða neitt í þeim dúr.

„Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ sagði Valda.


Tengdar fréttir

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Fallist á gæslu­varð­hald yfir mönnunum

Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×