Innlent

Fleiri leita til VIRK núna

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs segir fleiri þurfa á þeirra aðstoð að halda en áður.
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs segir fleiri þurfa á þeirra aðstoð að halda en áður. Vísir/Arnar

Fleiri hafa leitað til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs það sem af er ári en venja. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa um fimmtán prósent fleiri umsóknir borist. Framkvæmdastjórinn segir erfitt að benda á eitthvað eitt sem skýri þetta.

Frá því VIRK Starfsendurhæfingarsjóður tók til starfa fyrir fimmtán árum hafa um tuttugu og eitt þúsund manns leitað þangað. Á undanförnum árum hafa allt að tvö þúsund og sex hundruð einstaklingar verið í þjónustu VIRK á hverjum tíma.

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK segir aðsóknina það sem af er ári hafa verið meiri en áður.

„Ef ég tek fyrstu þrjá mánuði þessa árs samanborið við í fyrra þá höfum við fengið um fimmtán prósent fleiri umsóknir inn til VIRK.“

Vigdís segir erfitt að segja til um hvað skýri þessa aukningu.

„Það eru alltaf fleiri konur en karlar sem koma til okkar. Ekkert endilega núna en það hefur verið í gegnum öll þessi ár. Það er engin heldur sérstök breyting hvað varðar aldurinn ekki núna á milli ára. Svona fljótt á litið þá sjáum við engar sérstakar skýringar í svona líffræðilegri tölfræði hjá okkur.“

Mögulega hafi Covid þó haft eitthvað að segja.

„Það er voða erfitt að benda á eitthvað eitt í þessu samhengi. Við áttum von á meiri aðsókn hjá okkur í Covid en það gerðist ekki en núna erum við að sjá þessa aukningu.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×