Samþykkja aukningu hlutafjár Ljósleiðarans Apríl Auður Helgudóttir skrifar 3. maí 2023 11:43 Íbúar Akraness voru á meðal þeirra alfyrstu á Íslandi til að fá ljósleiðaratenginga til heimila sinna. Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. Fram kemur í tilkynningu frá Ljósleiðaranum að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi verið ráðin sem ráðgjafi og muni hafa umsjón með sölu á nýju hlutafé. Kerfi Ljósleiðarans Fram kemur að markmið hlutafjáraukningar sé að efla Ljósleiðarann ehf. til lengri tíma litið á heildsölumarkaði fjarskipta. Fjáraukningin muni þá nýta tækifæri sem uppbygging á nýjum og öflugri fjarskiptalandshring Ljósleiðarans mun leiða af sér. Í krafti þess umboðs verði unnið að frekari undirbúningi af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur og Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn á og rekur ljósleiðaranet sem nær nú til um 125 þúsund heimila og fyrirtækja í landinu. Öll helstu smásölufyrirtæki landsins á fjarskiptamarkaði nýta netið til að veita heimilum og fyrirtækjum þjónustu sína. Nýi landshringurinn mun ná hringinn í kringum landið og til Vestfjarða. Fjarskiptafyrirtæki og fleiri nýta sér það stofnnet til gagnaflutnings innan sinna kerfa þar sem flutningur innan farsímakerfanna er umfangsmestur. Aukning á hlutafé gagnrýnd Ákvörðunin um að fá einkaaðila inn í Ljósleiðarann hefur verið gagnrýnd og til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum. Sósíalistar hafa verið þar fremstir í flokki. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúar Sósíalista hafa lýst þeirri skoðun að meirihluti Samfylkingar starfi í bága við hugsjón jafnaðarmanna og hafi selt frá sér grunninnviði borgarinnar. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins í Reykjavík. „Það er eitt að halda fínar ræður og skrifa háfleyga pistla þann 1. maí um mikilvægi verkalýðsbaráttu. Svo er annað hvaða verk eru unnin 2. maí og alla aðra daga ársins í þágu almennings og launafólks,“ skrifar Trausti í færslu á Facebook. Einnig hefur komið gagnrýni frá sjálfstæðismönnum vegna skorts á upplýsingaflæði. Meirihlutinn hefur þó borið fyrir sig að trúnaðarskylda hafi ríkt um forvinnu á sölu Ljósleiðarans. Samþykktir sveitarfélaganna Í tilkynningu til Kauphallar 24. október 2022 greindi Ljósleiðarinn frá samþykkt hlutahafafundar á tillögu stjórnar fyrirtækisins. Samþykktin var gerð með fyrirvara um staðfestingu frá eigendum OR, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Bæjarstjórn Akraness fagnar aukningu hlutafjár til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins og efla þar með samkeppnisstöðu Íslands og fjarskiptaöryggi landsins. Bæjarstjórnin samþykkti allt að 33,3% af heildarhlutafé félagsins, þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Eins og fram kemur að framan er gert ráð fyrir tiltekinni verkaskiptingu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar Ljósleiðarans í því ferli sem fram undan er. Mótun þess er nú undirbúin í samstarfi þeirra og fyrirtækjaráðgjafar Arion banka, en bankinn hefur verið ráðinn til ráðgjafar og umsjónar í ferlinu. Reykjavík Orkumál Akranes Borgarbyggð Fjarskipti Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Ljósleiðaranum að fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hafi verið ráðin sem ráðgjafi og muni hafa umsjón með sölu á nýju hlutafé. Kerfi Ljósleiðarans Fram kemur að markmið hlutafjáraukningar sé að efla Ljósleiðarann ehf. til lengri tíma litið á heildsölumarkaði fjarskipta. Fjáraukningin muni þá nýta tækifæri sem uppbygging á nýjum og öflugri fjarskiptalandshring Ljósleiðarans mun leiða af sér. Í krafti þess umboðs verði unnið að frekari undirbúningi af hálfu Orkuveitu Reykjavíkur og Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn á og rekur ljósleiðaranet sem nær nú til um 125 þúsund heimila og fyrirtækja í landinu. Öll helstu smásölufyrirtæki landsins á fjarskiptamarkaði nýta netið til að veita heimilum og fyrirtækjum þjónustu sína. Nýi landshringurinn mun ná hringinn í kringum landið og til Vestfjarða. Fjarskiptafyrirtæki og fleiri nýta sér það stofnnet til gagnaflutnings innan sinna kerfa þar sem flutningur innan farsímakerfanna er umfangsmestur. Aukning á hlutafé gagnrýnd Ákvörðunin um að fá einkaaðila inn í Ljósleiðarann hefur verið gagnrýnd og til mikillar umræðu á samfélagsmiðlum. Sósíalistar hafa verið þar fremstir í flokki. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúar Sósíalista hafa lýst þeirri skoðun að meirihluti Samfylkingar starfi í bága við hugsjón jafnaðarmanna og hafi selt frá sér grunninnviði borgarinnar. Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir eru borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins í Reykjavík. „Það er eitt að halda fínar ræður og skrifa háfleyga pistla þann 1. maí um mikilvægi verkalýðsbaráttu. Svo er annað hvaða verk eru unnin 2. maí og alla aðra daga ársins í þágu almennings og launafólks,“ skrifar Trausti í færslu á Facebook. Einnig hefur komið gagnrýni frá sjálfstæðismönnum vegna skorts á upplýsingaflæði. Meirihlutinn hefur þó borið fyrir sig að trúnaðarskylda hafi ríkt um forvinnu á sölu Ljósleiðarans. Samþykktir sveitarfélaganna Í tilkynningu til Kauphallar 24. október 2022 greindi Ljósleiðarinn frá samþykkt hlutahafafundar á tillögu stjórnar fyrirtækisins. Samþykktin var gerð með fyrirvara um staðfestingu frá eigendum OR, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð. Bæjarstjórn Akraness fagnar aukningu hlutafjár til að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins og efla þar með samkeppnisstöðu Íslands og fjarskiptaöryggi landsins. Bæjarstjórnin samþykkti allt að 33,3% af heildarhlutafé félagsins, þannig að eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur í félaginu verði aldrei minni en 66,67% af heildarhlutafé Ljósleiðarans ehf. Eins og fram kemur að framan er gert ráð fyrir tiltekinni verkaskiptingu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar Ljósleiðarans í því ferli sem fram undan er. Mótun þess er nú undirbúin í samstarfi þeirra og fyrirtækjaráðgjafar Arion banka, en bankinn hefur verið ráðinn til ráðgjafar og umsjónar í ferlinu.
Reykjavík Orkumál Akranes Borgarbyggð Fjarskipti Borgarstjórn Tengdar fréttir Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15 Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Hafnar ásökunum um leyndarhyggju og einræðistilburði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir ásakanir Sjálfstæðismanna um leyndarhyggju og einræðistilburði órökstuddar og óskiljanlegar. Ekki sé hægt að ræða málefni Ljósleiðarans á opnum fundum þar sem trúnaður ríki um málið innan rýnihóps. 2. janúar 2023 13:15
Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu. 17. apríl 2023 13:35