Innlent

Stofnun Sæ­mundar fróða heitir nú Sjálf­bærni­stofnun Há­skóla Ís­lands

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stofnunin verður ekki lengur kennd við Sæmund fróða.
Stofnunin verður ekki lengur kennd við Sæmund fróða. Vísir/Vilhelm

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands heitir nú Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands. Nýja nafnið þykir meira lýsandi fyrir starf stofnunarinnar og er í anda annarra stofnana innan Háskóla Íslands.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef háskólans.

Þar segir að nafnabreytingin sé hluti af ítarlegri stefnumótunarvinnu sem fór af stað í kjölfar ráðningar Hafdísar Hönnu Ægisdóttur, forstöðumanns Sjálfbærnistofnunar, í ársbyrjun 2021 en í þeirri vinnu hafi verið skerpt á hlutverki og framtíðarsýn stofnunarinnar.

„Hlutverk Sjálfbærnistofnunar HÍ er að vera vettvangur rannsókna og þróunar á sviði sjálfbærni. Sjálfbærni er í eðli sínu þverfræðilegt viðfangsefni og við lítum því á okkur sem brúarsmiði og miðlægan vettvang sem höfum góða yfirsýn, tengsl og sérþekkingu sem styður við þverfaglegar rannsóknir, miðlun og ráðgjöf innan og utan háskólans. Þá á ég bæði við að tengja saman fræðafólk og ólík fagsvið innan HÍ en einnig að tengja háskólann enn betur við samfélagið, þar á meðal við Stjórnaráðið, sveitastjórnir, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki. Einnig tökum við þátt í fjölmörgum erlendum samstarfsverkefnum,“ er haft eftir Hafdísi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×