„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 15:07 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. „Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
„Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira