Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 2. maí 2023 14:32 Þessi mynd var tekin í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Húsnæðið er rústir einar. Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi. Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33
Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23