Innlent

Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar

Kjartan Kjartansson skrifar
Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðar strandveiðimann á bát sínum utan við Vestmannaeyjar í morgun.
Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðar strandveiðimann á bát sínum utan við Vestmannaeyjar í morgun. Landsbjörg

Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar.

Strandveiðitímabilið hófst á verkalýðsdaginn 1. maí og því fjöldi báta að veiðum. Tveir þeirra lentu í vélarbilunum í morgun.

Fyrst var björgunarskipið Þór kallað út kl 5:49 til aðstoðar strandveiðibát vegna sjódælu sem hafði gefið sig. Þór lagði úr höfn í Vestmannaeyjum rétt rúmlega sex og var kominn að bátnum um tuttugu mínútum síðar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Vel gekk að tengja dráttartóg á milli og tók Þór bátinn í tog og dró inn til hafnar í Vestmannaeyjum. Einn maður var um borð.

Klukkan 6:54 var svo björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík kallaður út til að aðstoða bát í Faxaflóa sem einnig var í vélarvandræðum. Einn maður var um borð í bátnum sem var um fjórar sjómílur norðvestur af Gróttu. Sjöfn var komin að bátnum fimmtán mínútur fyrir átt og tók hann í tog. 

Stefnan var tekin á Akranes, og verður báturinn dreginn til hafnar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×