„Við stækkuðum um helming“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 29. apríl 2023 20:09 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis. „Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“ Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Þetta var flottur leikur í heildina. Fyrri hálfleikur var ekki skemmtilegur. Það var svolítið um kýlingar en í seinni hálfleik var líf í þessu. Þeir kveiktu í okkur með þessu marki og þá fór allt í blússandi gang. Við vorum búnir að vera nálægt því en ekki náð að komast í þessi færi sem við vorum að sækjast eftir. Í heildina var þetta frábær frammistaða og geggjaður karakter að koma sterkt til baka.“ Hermann var sérstaklega ánægður með að hans lið hefði brugðist við því að lenda undir í leiknum með því að snúa honum fljótt og vel sér í vil. „Við stækkuðum um helming við það og það fengu allir einhvern súper kraft í restina. Við vorum fljótir að snúa þessu okkur í hag.“ Sóknarleikur Eyjamanna hefur verið stirður það sem af er leiktíðinni og þeir voru í erfiðleikum með að skapa sér færi í þessum leik þar til að liðið neyddist beinlínis til þess eftir að hafa lent undir. „Við vitum alveg hvað býr í okkar liði. Það vantaði aðeins upp á gæðin. Síðustu sendinguna og síðasta boltann. Ég er alveg hrikalega ánægður með hvað við komumst í flottar stöður í seinni hálfleik og hrikalega ánægður með liðið í heild sinni.“ Eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni hafa Eyjamenn unnið tvo leiki í röð. Næsti leikur er næstkomandi miðvikudag gegn Fram á útivelli. Hermann var ekki með svör á reiðum höndum svo skömmu eftir leik hvort það væri eitthvað ákveðið sem þyrfti að bæta sérstaklega hjá liði ÍBV áður en kemur að viðureigninni við Fram. Hann lagði hins vegar áherslu á að hugarfarið í hópnum væri sérstaklega gott.„Þetta eru búnir að vera margir leikir. Það þarf að fara í endurheimt og sjá hvernig standið er á hópnum. Jú, jú það er alltaf hægt að laga fullt af hlutum. Við fáum alltaf smá tíma í það en á meðan hugarfarið er svona og við njótum þess að spila fótbolta þá held ég að gerist góðir hlutir.“
Besta deild karla ÍBV Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Leik lokið: Keflavík – ÍBV 1-3 | Eyjamenn tóku þrjú mikilvæg stig yjamenn unnu góðan 3-1 sigur eftir að hafa lent undir gegn Keflvaík í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík gerði sér ekki auðvelt fyrir með slappri vörn. 29. apríl 2023 19:00