Ný bók um Samherjamálið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 23:01 Bernhardt Esau fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. Wikileaks Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum. Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Fishrot: Fisheries and Corruption in Namibia, er heiti bókarinnar, eða Rotfiskur: Sjávarútvegur og spilling í Namibíu. Var hún gefin út á miðvikudag af dagblaðinu The Namibian, sem hefur skrifstofu í höfuðborginni Windhoek. „Höfundar bókarinnar, prófessorinn Roman Grynberg, rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel og ritstjóri The Namibian, Tangeni Amupadhi, gerðu ítarlega rannsókn til að koma upp um spillingu í namibískum sjávarútveg. Meðal annars með viðtölum við innanbúðarfólk og sérfræðinga,“ segir í tilkynningu. Segir að í bókinni sé greint frá því hvernig Samherji og namibískir embættismenn hafi auðgast á kostnað namibísks almennings. 140 milljarða virði af hrossamakríl „Í bókinni er umfangsmikil greining á þessu hneykslismáli og hvernig það bar að. Það er mikilvægt fyrir almenning að nota þessa bók sem skapalón fyrir spillingarmál sem gætu komið upp í framtíðinni,“ sagði Amupadhi við kynningu bókarinnar. Grynberg lagði áherslu á að 14 milljarða namibíudollara virði af hrossamakríl sem hvarf í spillinguna hefði getað nýst til að takast á við félagsleg og efnahagsleg vandamál landsins, til að hjálpa fátækum Namibíumönnum. Það er um 140 milljarðar íslenskra króna. Stjórnina skorti viljann „Að mínu mati skortir ríkisstjórnina viljann til að takast á við fátækt og arfleið nýlendustefnunnar og aðskilnaðarstefnunnar,“ sagði Grynberg. Þá hvatti Immanuel almenning til þess að koma upp um spillingu og krefjast þess að gagnsæi og ábyrgð séu viðhöfð þegar um þjóðarauðlindir er að ræða. „Við vonum að bókin okkar varpi ljósi á þetta vandamál og hvetji fólk til að taka málin í sínar eigin hendur til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist í framtíðinni,“ sagði hann. Ekki fyrsta bókin Bókin er ekki sú fyrsta sem kemur út um málið. Árið 2019 skrifuðu Helgi Seljan, Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson bókina Ekkert að fela: Á slóðum Samherja í Afríku. En þeir þrír unnu að umfjöllun um Samherjamálið fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik á RÚV. Krafist var innköllunar á bók Kveiksmanna um Samherjamálið.Penninn Greint hefur verið frá því að starfsmenn Samherja hafi sent tölvupóst á framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gaf bókina út, þar sem þess var krafist að bókin yrði innkölluð.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Réttarhöldin í Samherjamálinu hefjast í haust Ákveðið var í morgun að réttarhöldin yfir mönnunum tíu sem ákærðir eru í Samherjamálinu í Namibíu munu hefjast þann 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að réttarhöldin standi yfir fram í júní árið 2024. 14. febrúar 2023 14:06
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30