Innlent

Kaja­kræðari féll út­byrðis við Hrís­ey

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Maðurinn féll útbyrðis austan við Hrísey.
Maðurinn féll útbyrðis austan við Hrísey. Vilhelm Gunnarsson

Björgunarsveitir í Eyjafirði voru boðaðar út á hæsta forgang rétt upp úr klukkan 14 í dag vegna kajakræðara sem fallið hafði útbyrðis af bát sínum austan við Hrísey.

Samkvæmt Jóni Þór Víglundssyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, höfðu tveir ræðarar farið út á sitt hvorum kajaknum. Annan þeirra rak hratt í burtu og fór svo að hinn missti sjónar af honum. Tilkynnti hann um óhappið.

„Ræðarinn var í þurrbúning, en sjávarhiti er ekki hár á þessum slóðum og því líklegt að hann myndi kólna,“ segir Jón Þór.

Björgunarsveitir settu út báta með hraði og hófu leit. Fannst kajakinn austur af Hrísey um klukkan 14:45 og maðurinn skömmu síðar. Var hann heill á húfi og bar sig vel. Fór fólkið um borð í Hríseyjarferjuna , sem tók þátt í leitinni, og flutti þau upp á Árskógssand.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×