Innlent

Mennta­skólinn í Reykja­vík vann MORFÍs

Árni Sæberg skrifar
Lið Menntaskólans í Reykjavík tryggði sér sigur í MORFÍs rétt í þessu.
Lið Menntaskólans í Reykjavík tryggði sér sigur í MORFÍs rétt í þessu. Facebook/Framtíðin

Menntaskólinn í Reykjavík vann rétt í þessu Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, MORFÍs. MR mætti liði Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum.

Umræðuefni úrslitakeppninnar var samfélagsmiðlar, Flensborg mælti með og MR á móti.

Heildarstig í keppninni voru 5026 talsins, refsistig sjö en höfðu engin áhrif á úrslit. Stigamunur á liðunum var heil 130 stig og allir þrír dómarar voru sammála.

Ræðumaður kvöldsins, og þar með Íslands, var Ingunn Marta Þorsteinsdóttir úr MR með heil 1017 stig. Það er þriðji hæsti stigafjöldi staks ræðumanns í úrslitum í sögu MORFÍs. 

Lið MR skipuðu Ingunn Marta Þorsteinsdóttir, Halldór Kári Þórhallsson, Nina Rajani Tryggvadóttir, Kristján Dagur Jónsson og Diljá Kjerúlf.

Lið Flensborgar skipa þær Birgitta Rún Ólafsdóttir, Unnur Elín Sigursteinsdóttir, Perla Eyfjörð Arnardóttir og Snædís Petra Sölvadóttir. Þær vöktu talsverða athygli í aðdraganda úrslitana enda eru þær eina kvennaliðið sem keppt hefur til úrslita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×