Rekstrarhalli ríflega milljarði meiri en gert var ráð fyrir Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2023 21:25 Stokka þarf upp í fjármálum Sveitarfélagsins Árborgar. Vísir/Vilhelm Rekstrarhalli samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var 3,1 milljarður króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir tveggja milljarða króna halla. Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar. Árborg Efnahagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2022 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í dag. Í frettatilkynningu um málið segir að fjármagnsgjöld vegi þyngst í hallarekstri sveitarfélagsins en þau hafi verið 991 milljón króna umfram áætlun, sem rekja megi til hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir. „Árið einkenndist af ört hækkandi verðbólgu sem leiddi til aukins rekstrarkostnaðar og aukins kostnaðar vegna verðbóta af langtímalánum. Kostnaður vegna verðbóta nam 2.086,9 millj.kr. eða 847,4 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun,“ segir í tilkynningu. Samþykktu aðgerðaráætlun Í ljósi stöðu sveitarfélagsins hefur bæjarstjórn Árborgar unnið með ráðgjöfum KPMG að fjárhagslegum markmiðum og stefnu næstu ára í þeim tilgangi að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn hefur auk þess gert samkomulag við Innviðaráðherra um fjárhagslegar aðgerðir og eftirlit sem gildir til apríl 2025. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun í samræmi við samkomulag innviðarráðherra og sveitarfélagsins, sem fengið hefur nafnið „Brú til betri vegar“ sem lögð var fram til samþykktar á bæjarstjórnarfundi í dag. „Bæjarstjórn og stjórnendur sveitarfélagsins hafa unnið sameiginlega að því að greina fjármál og rekstur sveitarsjóðs og B-hluta fyrirtækja, með aðstoð ytri ráðgjafa. Mikil vinna hefur þegar farið fram og áhersla hefur verið lögð á að tryggja sameiginlegan skilning á stöðunni sem og samstöðu kjörinna fulltrúa og stjórnenda um markmið og nauðsynlegar aðgerðir. Íbúar hafa verið upplýstir um stöðuna, fengið tækifæri til að tjá sín sjónarmið og leggja fram tillögur til úrbóta,“ segir í tilkynningu. Þurfa að leita allra leiða Aðgerðaráætlun var samþykkt og er í formi lifandi skjals sem stjórnendur sveitarfélagsins og kjörnir fulltrúar munu fylgjast reglulega með og gera viðeigandi breytingar eftir því sem verkefninu vindur fram. „Þar sem enn ríkir talsverð óvissa, í efnahagsumhverfinu og starfsemi sveitarfélagsinser því ljóst að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að auka tekjur og lækka útgjöld. Þar þarf að horfa til frekari forgangsröðun fjárfestinga, hagræðingar í rekstri og nýtingu þeirra tekjustofna sem sveitarfélaginu er heimilt að nota,“ segir í lok tilkynningar.
Árborg Efnahagsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira