Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Bjarki Sigurðsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2023 13:35 Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ. Vísir/Dúi Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira