Innlent

Efling og OR undir­rita kjara­samning

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Stéttarfélagið Efling hefur undirritað kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en samningurinn nær til um fjörutíu starfsmanna. Samningurinn verður kynntur í næstu viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar. Þar segir að Eflingarfélagar starfi ýmist við verkamannastörf, við störf í mötuneytinu og við ræstingu hjá OR. Nær samningurinn bæði til OR og dótturfélaga.

Samningurinn verður kynntur starfsmönnum í húsnæði Orkuveitunnar föstudaginn 5. maí klukkan hálf tólf. Þar munu starfsmenn einnig greiða atkvæði um samninginn. 

Samningurinn var undirritaður á miðvikudaginn.Efling


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×