Innlent

Tveir hand­teknir vegna and­láts á Sel­fossi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tilkynning um andlátið barst klukkan hálf þrjú í dag.
Tilkynning um andlátið barst klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/Arnar

Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi.  

Frímann Baldursson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Tilkynning um málið barst um klukkan hálf þrjú í dag.

„Það er frumrannsókn í gangi. Á meðan við erum að ná utan um málið voru tveir handteknir. Málsatvik eru svolítið óljós,“ segir Frímann. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×