Innlent

Skemmdir unnar á ljós­leiðara við Þykkva­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Þykkvibær á góðviðrisdegi. Myndin er úr safni.
Þykkvibær á góðviðrisdegi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi fékk í gær tilkynningu um að skemmdir hefðu verið unnar á ljósleiðarastreng í grennd við Þykkvabæ.

Lögregla greinir frá þessu á vef sínum en þar er tekið fram að um sé að ræða nýlagða fjarskiptalögn Ljósleiðarans ehf. sem til hafi staðið að taka í notkun á næstunni. 

„Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og óskar lögregla eftir því að þeir eða þau sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið setji sig í samband við lögregluna á Suðurlandi í gegnum netfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×