Milljarða halli á borginni og fast skotið á ríkið vegna fatlaðs fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 13:27 Í tilkynningu borgarinnar segir að forgangsröðun fjárfestinga muni taka mið af borgarþróun, þéttingu byggðar og uppbyggingu nýrra hverfa með tilkomu Borgarlínu og að áformum um húsnæðisuppbyggingu verði fylgt eftir. Stöð 2/Arnar Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar fyrir 2022 er jákvæð um 6 milljarða króna en A-hluta neikvæð um 15,6 milljarða. Frá þessu er greint í tilkynningu frá borginni. Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Þar segir að verðbólga og vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks séu áhrifaþættir í uppgjörinu en með markvissum aðgerðum í rekstri sé stefnt að jákvæðri niðurstöðu A-hluta frá 2025. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 var lagður fyrir borgarráð í morgun og vísað til fyrri umræðu í borgarstjórn þann 3. maí næstkomandi. „Verðbólga hefur mikil áhrif á uppgjör borgarinnar eins og á annan rekstur í landinu. Þá hefur Seðlabanki Íslands haldið áfram að hækka stýrivexti það sem af er þessu ári og standa þeir nú í 7,5%. Hærri fjármagnsgjöld má rekja til aukinnar verðbólgu sem var 9,9% á árinu en áætlun gerði ráð fyrir 3,3%,“ segir í tilkynningunni frá borginni. „Önnur frávik má rekja til breytinga á mati fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum sem var 14,5 milljarða króna umfram áætlun. Launakostnaður var 0,7 milljörðum undir áætlun, gjaldfærð hækkun lífeyrisskuldbindingar var 2,8 milljarðar króna umfram áætlun og annar rekstrarkostnaður var 4,1 milljarði hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrartekjur A- og B-hluta námu samtals 223,4 milljörðum króna á árinu og voru 2,3 milljörðum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.“ Reykjavíkurborg „Sligandi“ hallarekstur málaflokks fatlaðra Í tilkynningunni segir að í áætlunum hafi verið gert ráð fyrir áfangaleiðréttingu frá ríkinu að upphæð þriggja milljarða króna vegna vanfjármögnunar á málaflokki fatlaðra sem ekki varð af. Árið 2022 hafi hallinn verið 9,3 milljarðar króna. Umræddur kostnaður hafi hækkað mjög á undanförnum árum, sérstaklega vegna aukinnar þjónustuskyldu. Samanlagður halli á árunum 2011 til 2022 nemi 35,6 milljörðum króna. „Sem fyrr er langsamlega stærsti hluti útgjalda Reykjavíkurborgar tengdur þjónustu við börn í leik- og grunnskólum og velferðarþjónustu. Í samningaviðræðum við ríkið er lögð áhersla á að brúa bilið milli tekna og kostnaðar við að mæta þjónustuskyldu,“ segir í tilkynningunni. Þar er einnig minnst á þær aðgerðir sem ráðist var í þegar ljóst varð að áætlanir myndu ekki standast, sem fólust meðal annars í því að draga úr fjárfestingum og leiðrétta gjaldskrár vegna aukinnar verðbólgu. Fimm ára fjárhagsáætlun hafi verið unnin með hliðsjón af fjárhagslegri stöðu borgarinnar og ytra umhverfi. „Hallarekstri og erfiðum aðstæðum í alþjóðlegu efnahagsumhverfi verður mætt með vexti þróttmikils borgarsamfélags til lengri tíma, en með markvissum aðgerðum í rekstri og samdrætti í fjárfestingum miðað við áætlanir síðustu ára til skemmri tíma. Ekki verður dregið úr öflugri sókn í uppbyggingu borgarinnar í samræmi við Græna planið og stefnumörkun þess. Skýr sýn verður á græna og vaxandi borg fyrir fólk, sjálfbæran rekstur og fyrirbyggjandi aðgerðir til að lágmarka fjárhagslega áhættu í rekstri borgarinnar.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira