Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 18:27 Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis. Aðsend Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan. Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá netöryggisfyrirtækinu. Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík dagana 16. og 17. maí næstkomandi og mun fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga koma til landsins vegna fundarins. Anton M. Egilsson, forstjóri Syndis, segir í tilkynningu nokkuð ljóst að netþrjótar muni vilja nýta sér fundinn til að valda usla með netárásum á íslenska innviði, fyrirtæki og stofnanir. Aukinn viðbúnaður og undirbúningur sé æskilegur til að draga úr líkum á alvarlegum atvikum eða rekstrarstöðvun innanlands. „Að okkar mati eru umtalsverðar líkur á mikilli aukningu á álagsárásum með það markmið að valda rofi á þjónustu innlendra aðila og því nauðsynlegt að vera undirbúinn undir slíka útkomu eða aukningu á slíkum árásum,“ segir Anton í tilkynningu. „Möguleikar eru jafnframt fyrir hendi á aukningu á gagnagíslatökuárásum þar sem heilu netkerfin eru tekin yfir af óprúttnum aðlum og fyrirtæki og stofnanir óstarfhæf með öllu.“ Íslensk fyrirtæki og stofnanir þurfi að efla öryggi fram að og yfir fundinn. Þá muni Syndis auka mönnun á vakt vikuna fyrir heimsóknina til að geta brugðist hratt og örugglega við komi eitthvað upp. Fjallað var um leiðtogafundinn og umstangið um hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 um liðna helgi. Horfa má á fréttina í spilaranum hér að neðan.
Netöryggi Netglæpir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Stærsti alþjóðlegi viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi framundan Stór hluti miðborgarinnar verður lokaður allri bílaumferð í tæpa tvo sólarhringa á meðan rúmlega fjörutíu þjóðarleiðtogar funda í Hörpu um miðjan næsta mánuð og mesta öryggisgæsla sem sést hefur hér á landi. Forsætisráðherra segir fundinn sögulegan enda eru þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins að koma saman í aðeins fjórða skipti frá stofnun þess. 22. apríl 2023 19:32