Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 08:11 Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir sambandið hafna kröfum BSRB. Vísir/Sigurjón Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira