Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 10:04 Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Vesturbyggðar. Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún. Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Vesturbyggðar, gerir ráð fyrir að fyrirtöku í máli sveitarfélagsins gegn Arnarlaxi verði frestað. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Vestfjarða þann 15. maí næstkomandi. „Málinu hefur verið frestað áður og ég á von á því að því að því verði aftur frestað,“ segir hún. Verið er að ræða samkomulag um framtíð aflagjalda en deilan hefur hingað til verið í algjörum hnút. Greiddu það sem þau töldu rétt Vesturbyggð stefndi Arnarlaxi, sem rekur sjókvíaeldi í Patreksfirði og Arnarfirði, í byrjun árs 2021 vegna vangoldinna aflagjalda. Aflagjöld eru gjöld sem hafnarsjóðir innheimta af sjávarafurðum. Sveitarfélagið hafði árið 2020 breytt sinni gjaldskrá þannig að aflagjöldin tækju mið af Nasdaq vísitölu eldisfisks en við það vildi Arnarlax ekki una. Átján milljónum króna munaði á þeim aflagjöldum sem Vesturbyggð rukkaði og því sem Arnarlax taldi rétt að greiða. Samkvæmt frétt RÚV töldu forsvarsmenn Arnarlax að Vesturbyggð væri ekki heimilt að byggja gjaldskránna á vísitölunni og neituðu að fylgja henni. Greiddu þeir því aðeins þá upphæð sem þeir töldu vera rétta, sem sagt út frá eigin útreikningum á eldri gjaldskrá. Mismunurinn var hins vegar um átján milljónir króna og það er að höfuðstóli sú krafa sem Vesturbyggð setti á hendur Arnarlaxi fyrir dómi. Aflagjöld eru ekki lítil breyta í fjármálum hafnarsjóða. Samkvæmt BB voru aflagjöld langstærsti tekjuliður hafnarsjóðs Vesturbyggðar árið 2020. Nam upphæðin samtals 101 milljón króna af 18.702 kílógrömmum af eldisfiski. Aflagjald af öðrum fiski nam 26 milljónum. Sem sagt aflagjaldið nam 127 milljónum af 228 milljón króna heildartekjum hafnarsjóðs. Risa vinnsluhús undir Það sem virðist hafa liðkað til við að leysa úr deilunni eru áform um að byggja hátækni vinnsluhús Patreksfirði. Þann 13. maí árið 2022 undirrituðu fulltrúar Vesturbyggðar og Arnarlax viljayfirlýsingu um uppbyggingu vinnsluhússins sem á að verða 10 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir því að unnt verði að vinna allt að 80 þúsund tonn af eldisfisk í húsinu. Í fréttatilkynningu Vesturbyggðar við undirritunina segir að í viljayfirlýsingunni sé mælt fyrir um að „gert verði samkomulag um uppgjör og greiðslu á útistandandi kröfum vegna aflagjalda, sem hafa verið til meðferðar fyrir héraðsdómi Vestfjarða að undanförnu.“ Aðspurð um hvort að uppbygging hússins hafi hangið á því hvort að aflagjaldamálið yrði leyst segir Þórdís svo ekki vera. „Viðræður um upphæð aflagjaldanna eru leystar en enn eru nokkur útistandandi mál eftir,“ segir hún.
Vesturbyggð Fiskeldi Dómsmál Tengdar fréttir Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. 25. nóvember 2022 18:01
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent