Segir SÍS einbeitt í að mismuna fólki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. apríl 2023 12:10 Sonja Ýr segir að ljóst sé að þjónusta verði skert í einhverjum leikskólum og jafnvel muni koma til lokana. BSRB Atkvæðagreiðsla um verkfall starfsmanna BSRB í skólum og frístundaheimilum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hófst núna á hádegi en kjaradeila stéttarfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur siglt í strand. Formaður BSRB segir SÍS einbeitt í því að mismuna fólki. Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í hnút í talsverðan tíma en samþykki félagsmenn BSRB verkfallsaðgerðirnar munu þær hefjast í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ. Atkvæðagreiðslunni lýkur á hádegi næstkomandi laugardag og myndu um 1500 manns taka þátt í fyrstu verkfallsaðgerðum sem fyrirhugað er að væru dagana 15. og 16. maí. Frekari aðgerðir eru þó fyrirhugaðar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segir áhrif verkfallana geta verið víðtæk. „Atkvæðagreiðslan snýr að kjaradeilu ellefu aðildarfélaga BSRB vegna kjaradeilu við SÍS. Þetta er í stuttu máli starfsfólk sem starfar hjá sveitarfélögum um land allt utan Reykjavíkur. Í leikskólunum eru þetta leikskólaliðar og annað fólk sem er í þjónustu við börnin. Í grunnskólunum eru þetta skólaliðarnir og annað starfsfólk fyrir utan kennara og á frístundaheimilum eru þetta frístundaleiðbeinendur.“ Mögulega kæmi til einhverra lokana. „Ef að niðurstaðan verður sú að félagsfólk okkar ákveður að fara í verkföll þá mun það vafalaust hafa þau áhrif að einhverjir leikskólar þurfa að senda börn heim og jafnvel loka. Sömuleiðis að frístundaheimilin verði lokuð eða skert þjónusta þar sem og í grunnskólunum.“ Búið er að semja við ríki og borg en önnur sveitarfélög standa eftir. „Það er búið að semja við bæði ríkið og Reykjavíkurborg þannig að þetta er svona sérmál þar sem að okkar mati blasir við að SÍS er einbeitt í því að mismuna fólki. Staðan er sú að okkar fólk sem eru enn kjarasamningslaus þau starfa oft í sömu störfum eða hlið við hlið inni á sömu vinnustöðum og fólk sem fékk launahækkanir sínar frá 1. janúar síðastliðin. Okkar félagsmenn myndu hækka 25% minna í launum en annað starfsfólk. Það er auðvitað bara hrein og klár mismunun.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira