Innlent

Inn­brots­þjófar á far­alds­fæti í nótt

Bjarki Sigurðsson skrifar
Innbrotsþjófur að störfum. Myndin er úr safni.
Innbrotsþjófur að störfum. Myndin er úr safni. Mynd/ Getty.

Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir verkefni embættisins frá klukkan fimm í gær til fimm í nótt. 

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sér um miðbæinn, Vesturbæ Reykjavíkur, Seltjarnarnes og Austurbæ Reykjavíkur, voru tveir handteknir vegna innbrots og þjófnaðar. Þá var í tveimur aðskildum skiptum einstaklingum vikið úr heimahúsi þar sem þeir voru ekki velkomnir þar. 

Í Breiðholti var tilkynnt um húsbrot og eignaspjöll. Er gerandi í því máli lögreglu ókunnur. Þá var óvelkomnum vísað á brott úr húsi í Kópavogi.

Í Árbænum var tilkynnt um innbrot og þjófnað og er ekki vitað hver var þar á ferð. Einnig var tilkynnt um innbrot í bifreið í Grafarvogi en þar voru þrír menn handteknir vegna málsins. Í Grafarholti þurfti að vísa fólki úr húsi þar sem það var ekki velkomið þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×