Góðar líkur á að sumarið verði betra en „meðalsumar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2023 15:16 Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur er bjartsýnn á gott sumar. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að allar líkur séu á því að sumarið í ár verði betra en „meðalsumar.“ Þetta kom fram í Bakaríinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Siggi er sérlega bjartsýnn í aðdraganda sumars, með fyrirvara þó. „Menn safna saman lotum í mörg ár yfir ákveðið tímabil. Það eru allskonar aðferðir til fyrir að spá um þetta en svo reikna menn út hvað er líklegast að verði á matseðlinum tíu dögum seinna. Svona vinna menn þetta,“ útskýrir Siggi. „Fólk hefur hinsvegar ekki sérstakan áhuga á öðru en sumrinu. Þegar sólin fer að sjást og hitatölur að hækka, þá fer allt á fullt.“ Veðurfræðingurinn segist hafa talið ein átta hjólhýsi í heimabæ sínum Hafnarfirði á dögunum. Hann segir að líkurnar á því að sumarið verði betri en meðalsumarið góðar. „En þá verðum við líka að hafa í huga, svo að stelpurnar verði ekki alveg vitlausar á hárgreiðslustofunni að Ísland hefur ekkert sérlega háar tölur þegar kemur að hæsta hita dagsins. Hitinn fer kannski hæst í tólf eða fjórtán stig, þannig það er ekki Mallorca eða Tenerife tölur í kortunum,“ segir Siggi. Fremur þurrt sumar Hann segir að í stuttu máli séu spárnar fremur bjartar og líkur á sól. „Þetta verður fremur þurrt sumar og þetta verður fremur hlýtt sumar. Þessi blanda er mjög vinsæl hjá ferðalanganum og okkur sem erum í bænum og á röltinu.“ Það verði hinsvegar rigningardagar inni á milli. „Þetta þýðir ekki að það komi ekki öðruvísi dagar inni á milli.“ Siggi segir að þetta muni þó hljóta að geta talist gott sumar. „En svo er alltaf erfiðara að spá fyrir um skýin með svona löngum fyrirvara, en það koma bongódagar inni á milli.“ Veður Tengdar fréttir Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bakaríinu á Bylgjunni í gær. Hlusta má á viðtalið neðst í fréttinni. Siggi er sérlega bjartsýnn í aðdraganda sumars, með fyrirvara þó. „Menn safna saman lotum í mörg ár yfir ákveðið tímabil. Það eru allskonar aðferðir til fyrir að spá um þetta en svo reikna menn út hvað er líklegast að verði á matseðlinum tíu dögum seinna. Svona vinna menn þetta,“ útskýrir Siggi. „Fólk hefur hinsvegar ekki sérstakan áhuga á öðru en sumrinu. Þegar sólin fer að sjást og hitatölur að hækka, þá fer allt á fullt.“ Veðurfræðingurinn segist hafa talið ein átta hjólhýsi í heimabæ sínum Hafnarfirði á dögunum. Hann segir að líkurnar á því að sumarið verði betri en meðalsumarið góðar. „En þá verðum við líka að hafa í huga, svo að stelpurnar verði ekki alveg vitlausar á hárgreiðslustofunni að Ísland hefur ekkert sérlega háar tölur þegar kemur að hæsta hita dagsins. Hitinn fer kannski hæst í tólf eða fjórtán stig, þannig það er ekki Mallorca eða Tenerife tölur í kortunum,“ segir Siggi. Fremur þurrt sumar Hann segir að í stuttu máli séu spárnar fremur bjartar og líkur á sól. „Þetta verður fremur þurrt sumar og þetta verður fremur hlýtt sumar. Þessi blanda er mjög vinsæl hjá ferðalanganum og okkur sem erum í bænum og á röltinu.“ Það verði hinsvegar rigningardagar inni á milli. „Þetta þýðir ekki að það komi ekki öðruvísi dagar inni á milli.“ Siggi segir að þetta muni þó hljóta að geta talist gott sumar. „En svo er alltaf erfiðara að spá fyrir um skýin með svona löngum fyrirvara, en það koma bongódagar inni á milli.“
Veður Tengdar fréttir Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vorið verður fremur svalt Fremur svalt verður í veðri í vor en eiginleg vorhret eru ólíkleg. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. 22. apríl 2023 11:03