Innlent

Bíll með kerru upp á vegrið á Kringlumýrarbraut

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ökumanninum varð ekki meint af að sögn lögreglu.
Ökumanninum varð ekki meint af að sögn lögreglu. Vísir/Helena

Fólksjeppi með kerru aftan í valt á Kringlumýrarbraut á öðrum tímanum í dag með þeim afleiðingum að jeppinn lenti uppi á vegriði á umferðareyju.

Að sögn Aðalsteins Guðmundssonar lögregluþjóns hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn í bílnum þegar slysið átti sér stað. Honum varð ekki meint af.

Unnið er að því að fjarlæga bílinn og kerruna. Að sögn Aðalsteins mun það taka tíma og gætu orðið umferðartafir á meðan verkinu stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×