Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2023 11:48 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“ Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Maðurinn lést seint á fimmtudagskvöld og var með fleiri en einn stunguáverka. Aldur hinna handteknu hefur ekki fengist staðfestur en greint hefur verið frá því að fjórmenningarnir séu á aldrinum 17 til 19 ára. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald til fimmtudagsins 27. apríl, sem fallist var á í heild sinni. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að verið sé að skoða gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu. Um sé að ræða myndefni sem sýni ekki aðeins árásina sjálfa. „Í svona málum þá bara erum við að rannsaka aðdragandann og árásina sjálfa, og það sem gengur á eftir. Það kannski liggur í hlutarins eðli að við erum að skoða víðar heldur en bara kannski nákvæmlega þegar árásin á sér stað.“ Vitni urðu að árásinni, sem lögregla hefur rætt við. Þá skipti upplýsingar frá þeim sem tilkynnti málið til neyðarlínu miklu fyrir rannsóknina. Sá síðasti handtekinn daginn eftir Hinir grunuðu voru ekki allir handteknir beint í kjölfar árásarinnar. „Þeir sem eru handteknir fyrst voru handteknir fljótlega eftir tilkynninguna, í kringum miðnætti. Það voru tveir. Svo einn þegar líður á nóttina og svo einn undir morgun,“ segir Grímur. Aðeins hafi liðið nokkrar mínútur frá því árásin var tilkynnt og þar til viðbragðsaðilar hafi komið á vettvang. Grímur segist að svo stöddu ekki geta tjáð sig um aðdraganda árásarinnar eða ástæður. Allt kapp verði lagt á að klára rannsóknina eins hratt og auðið er. „Í svona rannsóknum, eins og öllum rannsóknum lögreglu, þá þarf að gæta að gæðunum. Það gerum við að sjálfsögðu, það eru bæði gæði rannsóknarinnar og málshraði sem skipta máli. Við reynum að standa okkur í því efni. Ef það er þannig að menn sitja í gæsluvarðhaldi þangað til það er gefin út ákæra þá þarf það að gerast á tólf vikum.“
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44 Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. 21. apríl 2023 18:54
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. 21. apríl 2023 21:44
Árásarmennirnir sagðir á menntaskólaaldri Karlmaður á þrítugsaldri sem stunginn var til bana á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði seint í gærkvöldi var með fleiri en einn stunguáverka. Þeir sem eru í haldi lögreglu eru sagðir á menntaskólaaldri. 21. apríl 2023 15:41