Lífið

Elísabet tekur opinberri yfirlýsingu ekki sem persónulegri afsökunarbeiðni

Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa
Elísabet Ormslev segist ekki hafa borist nein afsökunarbeiðni.
Elísabet Ormslev segist ekki hafa borist nein afsökunarbeiðni. Úr einkasafni

Tónlistarkonan Elísabet Ormslev segist ekki hafa fengið neina afsökunarbeiðni en fagni allri sjálfsvinnu, í Facebook færslu rétt í þessu.

Vísar hún þar til Facebook færslu Péturs Arnar Guðmundssonar sem birtist í gær þar sem hann segist iðrast gjörða sinna. Ljóst er að afsökunarbeiðnin hefur ekki borist henni í persónu og því meti hún hana því sem ómarktæka. 

„Að gefnu tilefni:

Ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni. Ég fagna allri sjálfsvinnu og vilja til betrum bætingar en ég legg ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni,“ skrifar Elísabet í færslunni.

Líkt og greint var frá stóð söngkonan í hatrammri baráttu svo árum skipti við Pétur vegna áreitis og umsáturs. Elísabet fjallaði um málið í einlægu viðtali við Fréttablaðið á sínum tíma þrátt að nefna hann ekki á nafn, en á tíma sambandsins var hún undir lögaldri.

Sjálf segist Elísabet vera að hlúa að sjálfri sér og fundið sig knúna til að skrifa færsluna þar sem öll sagan var ekki sögð, en öðru leyti ætlar hún ekki að tjá sig frekar.


Tengdar fréttir

Pétur „Jesús“ iðrast gjörða sinna

Söngvarinn Pétur Örn Guðmundsson, betur þekktur sem Pétur „Jesús“ birti afsökunarbeiðni á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Hann segist sjá eftir því að hafa sært söngkonuna Elísabetu Ormslev á meðan þau voru í sambandi og eftir að þau hættu saman. 

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×