Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 20:12 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. vísir/vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023 Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49