Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 26. janúar 2023 07:01 Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. vísir/sigurjón Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Svo virðist sem færri hafi tök á að kaupa þær íbúðir sem nú eru á markaði en fyrir einstakling með allt að 250 þúsund króna greiðslubyrði eru innan við 100 íbúðir í boði miðað við 80 prósent óverðtryggt lán. Kári Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun ræddi áhrif verðtryggðra lána við Lillý Valgerði, fréttamann á Stöð 2: „Við sjáum hjá bönkunun að hrein, ný útlán eru 84 prósent verðtryggð sem er mikil breyting. Það er ár síðan fólk var að greiða upp í hrönnum,“ segir Kári en bætir við að verðtryggðu lánin séu að bjarga fasteignamarkaðnum frá því að vera í algjöru frosti en það sé vegna þess að færri eigi efni á að taka óverðtryggð lán. „Þetta getur dregið úr virkni peningastefnunnar, þannig það eru kostir og gallar við þetta.“ Hann telur að þróunin sé komin til að vera þar til að stýrivextir fari lækkandi. „Við sjáum það líka núna, ef verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, að þá eru verðtryggðu lánin í raun hagkvæmari. Það er bara viðsnúningur sem hefur átt sér stað síðustu mánuði, þar á undan höfðu óverðtryggðu lánin verið hagkvæmari í þónokkur ár,“ segir Kári. Hann segir nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðis kólna hraðar en önnur. „Hveragerði, Selfoss, Reykjanes en það mun koma skýrari mynd á það á næstu mánuðum. Í raun virðist þetta hafa minnst áhrif á landsbyggðina, enda eru íbúðaverð þannig á mörgum öðrum stöðum að greiðslugetan er ekki takmarkandi þáttur,“ segir Kári sem gerir ráð fyrir að markaðurinn kólni áfram þar til stýrivextir lækki á ný.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira