Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 15:41 Karl konungur ásamt Andrési bróður sínum. Hinn fyrrnefndi verður brátt krýndur konungur. Max Mumby - Indigo/Getty Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um könnunina sem framkvæmd var af YouGov kemur fram að 51 prósent svarenda telji að breska ríkið ætti ekki að greiða fyrir athöfnina sem fer fram eftir tæpar tvær vikur þann 6. maí. Öllu verður tjaldað til, enda hefur breskur þjóðhöfðingi ekki verið krýndur síðustu sjötíu ár eða þegar Elísabet Bretlandsdrottning var krýnd árið 1953. Ekki verður greint nánar frá kostnaði við krýninguna þar til að henni lokinni. Tæpur þriðjungur svarenda í könnun YouGov eða 32 prósent segjast vera á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur eigi að borga sinn hluta í athöfninni en 18 prósent segjast vera óviss. Tölur á reiki Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hver kostnaður breska ríkisins vegna krýningarathafnarinnar verður. Í frétt Sky kemur fram að óstaðfestar heimildir hermi að krýningin muni kosta á bilinu 50 til 100 milljónir punda eða því sem nemur rúmum 8,5 til 17 milljörðum íslenskra króna. Athöfnin hefur hlotið sérstakt heiti eins og hefð er fyrir í Bretlandi þegar kemur að stórum tímamótum í lífi bresku konungsfjölskyldunnar en hún er kennd við gyllta hnöttinn (e. Operation Golden Orb). Krýning Elísabetar kostaði 912 þúsund pund árið 1953 eða 20,5 milljónir punda á núvirði, því sem nemur tæplega 3,4 milljörðum íslenskra króna í dag. Krýning afa Karls, Georgs sjötta, kostaði hinsvegar 454 þúsund pund árið 1937 eða 24,8 milljónir punda á núvirði dagsins í dag, því sem nemur 4,2 milljörðum íslenskra króna. Yngra fólkið ekki eins hrifið Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið kemur fram að yngra fólk sé ekki nándar nærri því eins hrifið af tilhugsuninni um að greiða fyrir krýningu Karls. Af 4.246 svarendum sögðust 62 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára ekki vera hlynntir því að greiða fyrir krýninguna á meðan 15 prósent svarenda í þeim aldurshópi voru til. Í eldri aldurshópum voru svörin jafnari. 44 prósent svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri eru andvígir því að skattgreiðendur borgi brúsann á meðan 43 prósent eru því hlynntir. Einungis 25 prósent svarenda á aldrinum 25 til 49 ára eru þessu hlynnt gegn 55 prósentum svarenda í sama aldurshópi. 50 til 64 ára eru upp til hópa á móti, 46 prósent eru því andvíg en 39 prósent hlynnt því að skattgreiðendur borgi sinn hlut í krýningu Karls. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um könnunina sem framkvæmd var af YouGov kemur fram að 51 prósent svarenda telji að breska ríkið ætti ekki að greiða fyrir athöfnina sem fer fram eftir tæpar tvær vikur þann 6. maí. Öllu verður tjaldað til, enda hefur breskur þjóðhöfðingi ekki verið krýndur síðustu sjötíu ár eða þegar Elísabet Bretlandsdrottning var krýnd árið 1953. Ekki verður greint nánar frá kostnaði við krýninguna þar til að henni lokinni. Tæpur þriðjungur svarenda í könnun YouGov eða 32 prósent segjast vera á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur eigi að borga sinn hluta í athöfninni en 18 prósent segjast vera óviss. Tölur á reiki Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hver kostnaður breska ríkisins vegna krýningarathafnarinnar verður. Í frétt Sky kemur fram að óstaðfestar heimildir hermi að krýningin muni kosta á bilinu 50 til 100 milljónir punda eða því sem nemur rúmum 8,5 til 17 milljörðum íslenskra króna. Athöfnin hefur hlotið sérstakt heiti eins og hefð er fyrir í Bretlandi þegar kemur að stórum tímamótum í lífi bresku konungsfjölskyldunnar en hún er kennd við gyllta hnöttinn (e. Operation Golden Orb). Krýning Elísabetar kostaði 912 þúsund pund árið 1953 eða 20,5 milljónir punda á núvirði, því sem nemur tæplega 3,4 milljörðum íslenskra króna í dag. Krýning afa Karls, Georgs sjötta, kostaði hinsvegar 454 þúsund pund árið 1937 eða 24,8 milljónir punda á núvirði dagsins í dag, því sem nemur 4,2 milljörðum íslenskra króna. Yngra fólkið ekki eins hrifið Í umfjöllun Sky fréttastofunnar um málið kemur fram að yngra fólk sé ekki nándar nærri því eins hrifið af tilhugsuninni um að greiða fyrir krýningu Karls. Af 4.246 svarendum sögðust 62 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18 til 24 ára ekki vera hlynntir því að greiða fyrir krýninguna á meðan 15 prósent svarenda í þeim aldurshópi voru til. Í eldri aldurshópum voru svörin jafnari. 44 prósent svarenda í aldurshópnum 65 ára og eldri eru andvígir því að skattgreiðendur borgi brúsann á meðan 43 prósent eru því hlynntir. Einungis 25 prósent svarenda á aldrinum 25 til 49 ára eru þessu hlynnt gegn 55 prósentum svarenda í sama aldurshópi. 50 til 64 ára eru upp til hópa á móti, 46 prósent eru því andvíg en 39 prósent hlynnt því að skattgreiðendur borgi sinn hlut í krýningu Karls.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Hljóp undir fölsku nafni Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
Meghan afþakkar boð í krýningu Karls Harry Bretaprins mætir án eiginkonu sinnar Meghan Markle þegar Karl faðir hans verður krýndur konungur í byrjun maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Buckingham höll. 12. apríl 2023 16:00
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21