Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn við fréttastofu.
Hinn grunaði, sem er um þrítugt, hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn 14. mars.
Maðurinn hljóp af vettvangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Hann var svo handtekinn daginn eftir. Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni.
Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu: