Ljós við enda ganganna en niðurskurður eina leiðin eins og er Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2023 23:00 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segist vongóð um að með þróun á verndandi arfgerð á næstu árum og áratugum gæti riða heyrt sögunni til. Vísir/Vilhelm Sauðfjárbændur í Miðfirði skora á stjórnvöld að leita annarra lausna en að aflífa allt fé á bæ þar sem riða kom upp. Ráðherra segir niðurskurð einu lausnina í þessu tilviki en að áhersla sé lögð á að rækta upp stofn án riðu í framtíðinni. Ljóst er að kostnaðurinn við riðutilvikin verði umtalsverður en fyrst og fremst sé um samfélagslegt áfall að ræða. Riða greindist á bænum Bergstöðum í Miðfirði fyrr í mánuðinum og aflífa þurfti þar allt fé, ríflega 700 kindur. Fyrir helgi greindist síðan riða á nágrannabænum Syðri-Urriðaá og stendur nú til að aflífa svipaðan fjölda kinda þar. Á almennum fundi sauðfjárbænda í Miðfjarðarhólfi í gærkvöldi var ályktun samþykkt þar sem skorað er á matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur að innleiða nú þegar viðauka við ESB reglugerð, sem innleidd var að hluta hér á landi árið 2012, sem snýr að aðgerðum vegna riðu. „Algerlega ótækt er að engin framþróun hafi orðið í viðbrögðum vegna riðusmita á Íslandi síðustu áratugina, sérstaklega þegar litið er til þeirrar rannsóknarvinnu sem átt hefur sér stað í Evrópu og víðar,“ segir í erindinu sem sent var á ráðherra í dag. Vísað er til straumhvarfa í baráttunni gegn riðu þegar verndandi arfgerðin ARR fannst í íslenskum stofni í fyrra. Grundvöllur útrýmingar sjúkdómsins séu að verndandi arfgerðir verði ræktaðar upp mjög hratt. Sauðfjárbændur sendu áskorun til ráðherra í dag. „Bændur krefjast þess að fallið veðri frá hefðbundnum niðurskurðaraðgerðum í Miðfjarðarhólfi og aðferðir sem notaðar eru í Evrópu og tilgreindar í viðauka VII verði teknar upp í hólfinu í staðinn,“ segir í erindinu sem á fimmta tug bónda skrifa undir. „Ég hef móttekið þetta erindi og það skiptir miklu máli að horfa til þessa til lengri tíma. En til skemmri tíma þá segir mér yfirdýralæknir að þetta sé eina leiðin, að skera niður á hverjum bæ fyrir sig þegar þetta kemur upp, en að hins vegar sé ljós við endann á göngunum að því er varðar þessa verndandi arfgerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Mikil óvissa var til staðar um hvort og hvenær það væri hægt að aflífa kindurnar á Syðri-Urriðaá, þar sem förgunarleið lá ekki fyrir. Í kvöld bárust þær fréttir að ákvörðun hafi verið tekin en hræin verða urðuð, að því er segir í frétt mbl.is. Kanna hvort hægt sé að kanna arfgerðina betur Fleiri hafa kallað eftir því að aukinn þungi sé settur í rannsóknir á arfgerðinni en formaður Bændasamtakanna sagði í viðtali við fréttastofu um helgina að best væri að taka sýni úr tuttugu til þrjátíu þúsund lömbum strax í vor til að kanna hvort arfgerðin finnist víðar. Svandís segir þetta fyrst og fremst vísindalegt verkefni, sem yfirdýralæknir Matvælastofnunar leiði. „Mér er kunnugt um það að hún sendi Landbúnaðarháskólanum erindi núna um helgina þar sem það var óskað upplýsinga um það með hvaða hætti það væri hægt að bregðast við með enn þá skýrari hætti að því er varðar arfgerðirnar. Það er bara eitthvað sem er til vinnslu og ég vænti þess að fá svör og upplýsingar um það fyrr en seinna,“ segir Svandís. „Þetta er viðfangsefni sem að gefur okkur von og gefur sauðfjárræktinni von um að þetta geti á næstu árum og áratugum heyrt sögunni til.“ Sömuleiðis hefur verið bent á að Miðfjarðarhólfið hafi áður verið talið hreint fyrir riðu en margir hafa bent á að varnarhólf og girðingar hafi mögulega brugðist. Svandís segir að það eitthvað sem þurfi sífellt að skoða. Þá sé verið að endurskoða regluverk, meðal annars með tilliti til fjármagns, sem er komið til ára sinna. „Þetta verkefni hefur verið í endurskoðun í dágóðan tíma og það þarf að halda því áfram, þetta tengist auðvitað líka regluverkinu í kringum búvörusamninga og ýmislegt sem að lýtur að sauðfjárrækt almennt. Þannig þetta er allt saman undir á þessum tímum en núna er það mikilvægast af öllu að bregðast hratt og vel við þessari stöðu sem að upp er komin í Miðfirði,“ segir Svandís. Kostnaðurinn talsverður og áfallið mikið Hvað kostnað við atvik sem þessi varðar er kveðið á um það í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim að eigendur búfjár sem fargað er samkvæmt fyrirmælum yfirvalda eigi rétt á bótum úr ríkissjóði sem svara til verðgildis afurða og rekstrartaps sem leiðir af eyðingu dýranna. Tvö ár þurfa að líða frá því að aðgerðum er lokið, dýrunum hefur verið fargað og svæðið hreinsað, þar til nýr fjárstofn er tekinn frá ósýktu svæði. Þannig eru áhrifin umfangsmikil en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verði í Miðfirði, þó hann verði líklega talsverður. „Við eigum eftir að sjá eftir því sem þessari stöðu vindur fram hver kostnaðurinn verður, en hann verður reiddur fram eftir því sem þarf. En við þurfum auðvitað að sjá ef að þetta er enn þá útbreiddara heldur en þessir tveir bæir, þá er þetta viðfangsefni náttúrulega miklu stærra,“ segir Svandís en Matvælastofnun stefnir á að aflífa um tuttugu gripi sem hafa komið frá sýkta býlinu og senda sýni frá þeim til rannsóknar. „En þetta áfall er auðvitað ekki áfall sem að peningar einir bæta og þess vegna þarf að styðja bændur og sveitarfélagið allt í framhaldinu vegna þess að þetta er fyrst og fremst mikið samfélagslegt áfall,“ segir hún enn fremur. Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Riða greindist á bænum Bergstöðum í Miðfirði fyrr í mánuðinum og aflífa þurfti þar allt fé, ríflega 700 kindur. Fyrir helgi greindist síðan riða á nágrannabænum Syðri-Urriðaá og stendur nú til að aflífa svipaðan fjölda kinda þar. Á almennum fundi sauðfjárbænda í Miðfjarðarhólfi í gærkvöldi var ályktun samþykkt þar sem skorað er á matvælaráðherra Svandísi Svavarsdóttur að innleiða nú þegar viðauka við ESB reglugerð, sem innleidd var að hluta hér á landi árið 2012, sem snýr að aðgerðum vegna riðu. „Algerlega ótækt er að engin framþróun hafi orðið í viðbrögðum vegna riðusmita á Íslandi síðustu áratugina, sérstaklega þegar litið er til þeirrar rannsóknarvinnu sem átt hefur sér stað í Evrópu og víðar,“ segir í erindinu sem sent var á ráðherra í dag. Vísað er til straumhvarfa í baráttunni gegn riðu þegar verndandi arfgerðin ARR fannst í íslenskum stofni í fyrra. Grundvöllur útrýmingar sjúkdómsins séu að verndandi arfgerðir verði ræktaðar upp mjög hratt. Sauðfjárbændur sendu áskorun til ráðherra í dag. „Bændur krefjast þess að fallið veðri frá hefðbundnum niðurskurðaraðgerðum í Miðfjarðarhólfi og aðferðir sem notaðar eru í Evrópu og tilgreindar í viðauka VII verði teknar upp í hólfinu í staðinn,“ segir í erindinu sem á fimmta tug bónda skrifa undir. „Ég hef móttekið þetta erindi og það skiptir miklu máli að horfa til þessa til lengri tíma. En til skemmri tíma þá segir mér yfirdýralæknir að þetta sé eina leiðin, að skera niður á hverjum bæ fyrir sig þegar þetta kemur upp, en að hins vegar sé ljós við endann á göngunum að því er varðar þessa verndandi arfgerð,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Mikil óvissa var til staðar um hvort og hvenær það væri hægt að aflífa kindurnar á Syðri-Urriðaá, þar sem förgunarleið lá ekki fyrir. Í kvöld bárust þær fréttir að ákvörðun hafi verið tekin en hræin verða urðuð, að því er segir í frétt mbl.is. Kanna hvort hægt sé að kanna arfgerðina betur Fleiri hafa kallað eftir því að aukinn þungi sé settur í rannsóknir á arfgerðinni en formaður Bændasamtakanna sagði í viðtali við fréttastofu um helgina að best væri að taka sýni úr tuttugu til þrjátíu þúsund lömbum strax í vor til að kanna hvort arfgerðin finnist víðar. Svandís segir þetta fyrst og fremst vísindalegt verkefni, sem yfirdýralæknir Matvælastofnunar leiði. „Mér er kunnugt um það að hún sendi Landbúnaðarháskólanum erindi núna um helgina þar sem það var óskað upplýsinga um það með hvaða hætti það væri hægt að bregðast við með enn þá skýrari hætti að því er varðar arfgerðirnar. Það er bara eitthvað sem er til vinnslu og ég vænti þess að fá svör og upplýsingar um það fyrr en seinna,“ segir Svandís. „Þetta er viðfangsefni sem að gefur okkur von og gefur sauðfjárræktinni von um að þetta geti á næstu árum og áratugum heyrt sögunni til.“ Sömuleiðis hefur verið bent á að Miðfjarðarhólfið hafi áður verið talið hreint fyrir riðu en margir hafa bent á að varnarhólf og girðingar hafi mögulega brugðist. Svandís segir að það eitthvað sem þurfi sífellt að skoða. Þá sé verið að endurskoða regluverk, meðal annars með tilliti til fjármagns, sem er komið til ára sinna. „Þetta verkefni hefur verið í endurskoðun í dágóðan tíma og það þarf að halda því áfram, þetta tengist auðvitað líka regluverkinu í kringum búvörusamninga og ýmislegt sem að lýtur að sauðfjárrækt almennt. Þannig þetta er allt saman undir á þessum tímum en núna er það mikilvægast af öllu að bregðast hratt og vel við þessari stöðu sem að upp er komin í Miðfirði,“ segir Svandís. Kostnaðurinn talsverður og áfallið mikið Hvað kostnað við atvik sem þessi varðar er kveðið á um það í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim að eigendur búfjár sem fargað er samkvæmt fyrirmælum yfirvalda eigi rétt á bótum úr ríkissjóði sem svara til verðgildis afurða og rekstrartaps sem leiðir af eyðingu dýranna. Tvö ár þurfa að líða frá því að aðgerðum er lokið, dýrunum hefur verið fargað og svæðið hreinsað, þar til nýr fjárstofn er tekinn frá ósýktu svæði. Þannig eru áhrifin umfangsmikil en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verði í Miðfirði, þó hann verði líklega talsverður. „Við eigum eftir að sjá eftir því sem þessari stöðu vindur fram hver kostnaðurinn verður, en hann verður reiddur fram eftir því sem þarf. En við þurfum auðvitað að sjá ef að þetta er enn þá útbreiddara heldur en þessir tveir bæir, þá er þetta viðfangsefni náttúrulega miklu stærra,“ segir Svandís en Matvælastofnun stefnir á að aflífa um tuttugu gripi sem hafa komið frá sýkta býlinu og senda sýni frá þeim til rannsóknar. „En þetta áfall er auðvitað ekki áfall sem að peningar einir bæta og þess vegna þarf að styðja bændur og sveitarfélagið allt í framhaldinu vegna þess að þetta er fyrst og fremst mikið samfélagslegt áfall,“ segir hún enn fremur.
Riða í Miðfirði Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08 Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24 Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27 Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Ná ekki að aflífa féð í dag og tíminn á þrotum Fé frá Syðri-Urriðaá, þar sem riða greindist fyrir helgi, verður ekki aflífað í dag þar sem förgunarstaður hefur ekki enn fundist. Takist það ekki á morgun þarf að fresta aðgerðum fram yfir sauðburð. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir það einnig á dagskrá að aflífa og taka sýni úr um tuttugu gripum sem komið hafa frá bænum á aðra bæi. 17. apríl 2023 14:08
Hefur fulla trú á Kára í baráttunni gegn riðu Þingmaður og fyrrverandi bóndi fagnar mjög mögulegri aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar að greiningu sýna úr íslensku sauðfé - og leitinni að verndandi arfgerð gegn riðu. Ef haldið sé rétt á spöðunum væri jafnvel hægt að vænta niðurstöðu í haust. 16. apríl 2023 13:24
Samfélagið slegið vegna riðutilfella og bændur uggandi Riðutilfelli sem hafa nú greinst á tveimur bæjum í Miðfirði eru mikið áfall fyrir samfélagið að sögn sveitarstjóra Húnaþings vestra. Boðað hefur verið til íbúafundar í næstu viku til að fara yfir stöðuna en margir eru uggandi um framhaldið. Stórauka þurfi fé í riðuvarnir og rannsóknir að mati sveitarstjóra. 15. apríl 2023 13:27
Skera niður allt fé á öðrum bæ í Miðfirði Við rannsókn á sýnum úr kindum sem keyptar voru af bænum Bergstöðum í Miðfirði, þar sem riða greindist á dögunum, greindist ein kind á bænum Syðri-Urriðaá með riðu. Allt fé á bænum verður skorið niður. 14. apríl 2023 17:28
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. 11. apríl 2023 12:03