Landgræðslunni hugnast ekki heitið Land og skógur fyrir sameinaða stofnun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. apríl 2023 06:49 Menn hafa haft ákveðnar efasemdir um ágæti sameiningarinnar, enda stangast verkefnin stundum á. Landgræðslan Landgræðslunni hugnast ekki að ný stofnun sem verður til með sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar verði kölluð „Land og skógur“, líkt og lagt er til í samnefndu frumvarpi um hina nýju stofnun. Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“ Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í umsögn Landgræðslunnar um frumvarpið, sem er undirrituð af Árna Bragasyni landgræðslustjóra, er vitnað í athugasemdir með frumvarpinu þar sem segir meðal annars: „Ákveðið var snemma í ferlinu að velja nýtt og þjált heiti á stofnunina. Land og skógur þykir lýsandi fyrir starfsemi stofnunarinnar og hefur skírskotun til verkefna og heita eldri stofnana.“ Landgræðslunni vill hins vegar finna „heppilegra“ nafn. „Þannig sýnist nafnið Land og skógur hvorki sérstaklega þjált né heldur er auðvelt að átta sig á tengingu við verkefni og heiti eldri stofnana, a.m.k. ekki Landgræðsluna. Landgræðslan leyfir sér að nefna hugmyndir sem upp hafa komið fram í sameiningarferlinu, s.s. Land og líf, Stofnun landgæða og Fold,“ segir í umsögn Landgræðslunnar. „Land og líf“ er heitið á landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt til ársins 2031. Þá leggur Landgræðslan til að bætt verði við texta þar sem fjallað er um útgáfu landsáætlunar um landgræðslu og skógrækt til tíu ára. Viðbótin hljóðar þannig: „Áætlunin skal stuðla að framförum í mati á jarðvegsvernd og í landnýtingu, þ.m.t. skógrækt og vernd og endurheimt vistkerfa.“ Í umsögninni er að finna tilvísun í þær efasemdir sem menn hafa haft uppi um ágæti þess að sameina stofnaninar tvær. Þar segir: „Ef sameiningin á að heppnast sem skyldi verður leiðsögn í málaflokknum að vera skýr. Enda þótt stofnanirnar eigi margt sameiginlegt þá eru líka ákveðnir hlutir sem greina þær að, t.d. geta viðfangsefnin ræktun nytjaskóga og verndun vistkerfa stangast á. Það að tryggja það að unnið verði með skýrum og markvissum hætti eftir stefnunni Land og líf, er því lykilatriði í hinu vænta sameiningarferli.“
Skógrækt og landgræðsla Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira