Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 19:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður mætti í Reykjavík síðdegis í dag til þess að ræða vendingar í máli Gylfa Þórs. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan: Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, voru gestir í Reykjavík síðdegis í dag. Þeir ræddu mál Gylfa Þórs, en í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna gruns um kynferðistbrot og að hann væri nú laus allra mála í Bretandi. Hann hefur verið til rannsóknar þar í landi í tæplega tvö ár. Vilhjálmur segir að tíðindi dagsins marki lögfræðileg málalok máls Gylfa Þórs. „Hann hefur auðvitað þurft að þola þetta í allan þennan tíma og ég held að enginn geti sett sig í þau spor nema hann hafi upplifað það sjálfur, það sem Gylfi hefur þurft að ganga í gegnum. En nú liggur niðurstaðan fyrir. Hann er saklaus af þessum ásökunum, lífið getur haldið áfram og ég bara vona að hann nái fyrri takti,“ segir Vilhjálmur. Ekki víst að Gylfi vilji sækja bætur Vilhjálmur segir að Gylfi Þór hljóti að taka það til skoðunar að leita réttar síns vegna málsins en að það sé ekki víst að hann hafi áhuga á því. „Hugsanlega kann það að vera þannig að honum finnist hann bara varið nægum tíma í þessum svipugöngum og vilji bara að setja punktinn. Það er auðvitað eitthvað sem hann þarf að taka ákvörðun um í samráði við sína lögmenn í Englandi.“ Þá segir hann að hefði mál Gylfa komið upp hér á landi og hann hefði þurft að sæta farbanni með þeim hætti sem hann gerði á Englandi, ætti hann skýran og ótvíræðan bótarétt og myndi fá dæmdar bætur. Ekki óþekktur málsmeðferðartími hér á landi Mikla athygli hefur vakið hversu langan tíma tók að rannsaka mál Gylfa Þórs en hann var fyrst handtekinn sumarið 2021. Vilhjálmur segir þó að slíkur málsmeðferðartími sé ekki óþekktur í sams konar málum hér á landi. „Því miður þá höfum við Íslendingar ekki úr háum söðli að detta hvað þetta varðar.“ Hann þekki dæmi þess úr íslenskri réttarsögu að menn sæti farbanni jafnvel lengur en Gylfi sætti farbanni. Þá séu dæmi um það að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings í heilan áratug í hrunmálunum svokölluðu. „Því miður þá var þetta bara með þessum hætti, ég þekki ekki aðstæður nákvæmlega í þessu tilviki en við Íslendingar, við getum ekkert endilega sagt að Englendingar séu með allt niður um sig í þessum efnum því að þetta þekkist á Íslandi líka,“ segir Vilhjálmur. Mikilvægt að fólk dæmi ekki fyrir fram Þá segir Vilhjálmur mikilvægt sé að draga lærdóm af máli Gylfa. „Þetta er auðvitað hörmulegt og ég held að við þurfum að draga lærdóm af þessu máli, af því að mikið hefur verið sagt um þá aðila sem eru í slíkri stöðu, að í guðanna bænum ekki dæma fólk ekki fyrir fram þegar síðan kemur í ljós, eins og í tilviki Gylfi, að hann er saklaus,“ segir Vilhjálmur. Það rýmar við aðsenda grein eftir Vilhjálm sem birtist hér á Vísi þar sem hann gerði samspil tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins. Greinina, sem er ein sú stysta sem birt hefur verið á Vísi, má lesa hér að neðan:
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Bretland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira