Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:31 Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, bregst hér við eftir að jöfnunarmark hans á móti Manchester City var dæmt af í gær. Getty/Carl Recine/ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Dómari leiksins var kallaður á skjáinn og dæmdi í framhaldinu markið af. Virgil van Dijk skallaði þarna hornspyrnu Mo Salah í netið en markið var dæmt af þar sem dómararnir töldu að Andy Robertson, sem var rangstæður, hafi staðið í vegi fyrir sjónlínu markvarðarins. Gagnrýndu ákvörðun dómaranna Manchester United-goðsagnirnar Peter Schmeichel og Wayne Rooney fundu báðir til með Liverpool og gagnrýndu ákvörðun dómaranna. Schmeichel gat ekki skilið hvernig markið fékk ekki að standa. „Þetta er slæm ákvörðun,“ sagði Schmeichel í útsendingu Viaplay og hélt áfram: „Hver veit hvort hann truflar markvörðinn þarna? Hver veit það? Enginn. Þeir þurfa að vera nákvæmari í reglunum,“ sagði Schmeichel og hélt áfram: „Þetta þarf að vera miklu skýrara, við getum ekki verið með þessa umræðu. Mér finnst þetta svolítið hart gagnvart Liverpool, að markið sé ekki dæmt gilt,“ sagði Schmeichel. Röng ákvörðun Wayne Rooney, sérfræðingur BBC, gagnrýndi ákvörðunina einnig. „Ég held ekki að Andy Robertson hafi truflað Donnarumma í því að verja skotið. Markvörður City sá boltann alla tímann svo mér finnst þetta hafa verið röng ákvörðun,“ segir Rooney samkvæmt BBC. Virgil van Dijk sjálfur var fámáll um atvikið eftir leikinn. „Það er engin ástæða fyrir mig að tala um það. Sannleikurinn er sá að við töpuðum 0–3 og það er mjög þungt. Það skiptir engu máli hvað ég segi, því allt sem ég segi mun enda í fjölmiðlum og allt landsleikjahléið mun snúast um ummæli mín um ákvörðunina. Ég einbeiti mér bara að því að við töpuðum, þið getið deilt um hvort markið hefði átt að standa,“ sagði van Dijk við Sky Sports. Wayne Rooney does not think Virgil van Dijk's goal should've been disallowed ❌#MOTD pic.twitter.com/gsNDHwrZsY— Match of the Day (@BBCMOTD) November 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira