Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:02 Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson hafa bæði orðið Íslandsmeistarar í CrossFit áður. @crossfit.iceland Guðbjörg Valdimarsdóttir og Bjarni Leifsson urðu Íslandsmeistarar í CrossFit um helgina eftir flotta keppni. CrossFit Reykjavík hélt keppnina að vanda og fóru allar greinar fram í stöðinni fyrir utan eina í sundlauginni í Hveragerði. Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Sjá meira
Bæði Guðbjörg og Bjarni voru að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni vann hann árið 2023 og Guðbjörg var búin að bíða frá árinu 2022. Silfurfólkið þurfti að sætta sig við annað sætið annað árið í röð en það eru þau Rökkvi Guðnason og Elín Birna Hallgrímsdóttir. Þeirra tími mun vonandi koma. Svo margt til að vera stolt af Guðbjörg sýndi mikinn styrk í keppninni í ár og náði í 850 stig af 1000 mögulegum. Hún vann fimm greinar og varð í öðru sæti í fjórum til viðbótar. Frábær frammistaða. Guðbjörg endaði 74 stigum á undan Elínu Birnu sem náði í 776 stig. Andrea Ingibjörg Orradóttir varð þriðja með 690 stig, Hrafnhildur Emilía Helgadóttir fjórða með 504 stig og í fimmta sæti var Tinna Marín Sigurðardóttir með 477 stig. View this post on Instagram A post shared by Guðbjörg Valdimarsdóttir (@guccivaldimarsdottir) Þrjár náðu að vinna grein í kvennaflokki í ár en það voru þær Guðbjörg Valdimarsdóttir (5), Elín Birna Hallgrímsdóttir (4) og Steinunn Anna Svansdóttir (1). „Svo margt til að vera stolt af og óendanlega þakklát fyrir að fá að keppa fyrir framan fólkið mitt sem styður mig á hverjum degi. Markmið helgarinnar var að sigra og það er það sem við gerðum,“ skrifaði Guðbjörg á ensku á samfélagsmiðla. Gott að vera komin aftur Bjarni endaði með 808 stig og kláraði með 65 stigum meira í húsi en Rökkvi. Bjarni vann fimm greinar og var meðal þriggja efstu í öllum nema tveimur. Bjarni byrjaði mjög vel með því að vinna þrjár af fyrstu fjórum greinunum. Bjarni og Rökkvi voru í sérflokki því það voru næstum því tvö hundruð stig niður í þriðja sætið þar sem Brynjar Ari Magnússon endaði með 564 stig. Lini Linason var með 556 stig og Ægir Björn Gunnsteinsson tók fimmta sætið með 512 stig. Þrír náðu að vinna grein í karlaflokki í ár en það voru þeir Bjarni Leifsson (5), Rökkvi Guðnason (3) og Brynjar Ari Magnússon (2). „Þeir sögðu að það væri kominn tími til að einbeita sér að þessu, svo ég einbeitti mér,“ skrifaði Bjarni á ensku á samfélagsmiðla. „Gott að vera komin aftur,“ skrifaði Bjarni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik)
CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Sjá meira