Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Ólafur Jóhannesson segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé langstærsta nafn sem hann hafi þjálfað. Getty/ Steve Welsh/Barrington Coombs Ólafur Jóhannesson talar um tíma sinn sem landsliðsþjálfari í nýrri ævisögu sinni sem kemur nú út fyrir jólin. Þar á meðal ræðir hann samskipti sín við Eið Smára Guðjohnsen, sem var fyrirliði landsliðsins og langstærsta fótboltastjarna Íslands, þegar Ólafur tók við liðinu. Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Út er komin ævisaga knattspyrnuþjálfarans Ólafs Jóhannessonar. Bókin: Óli Jó – fótboltasaga, er rituð af Ingva Þór Sæmundssyni íþróttafréttamanni og í henni segir Ólafur sína sögu, þar á meðal frá því að hann var landsliðsþjálfari árin 2007 til 2011. Tók fyrirliðabandið af Eiði Ólafur, sem kom víða við á sínum ferli og gerði FH meðal annars að stórveldi, segir sögu sína á fádæma skemmtilegan og beinskeyttan hátt í bókinni og hann fer einnig vel yfir árin sín sem landsliðsþjálfari þar sem margir af leikmönnum sem mynduðu gullkynslóðina stigu sín fyrstu spor. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði Smára fljótlega eftir að hann tók við liðinu. „Þarna var ég búinn að ákveða að taka fyrirliðabandið af Eiði. Eftir samtalið við hann þegar ég tók við ákvað ég að gera það og mat það þannig að það myndi létta aðeins af honum. En hann var mjög ósáttur við mig og það var ekkert skrítið,“ sagði Ólafur í bókinni. Langstærsta nafnið sem hann hafði þjálfað „Eiður var langstærsta nafn sem ég hafði þjálfað, stór í heimsfótboltanum og það er enginn vafi að hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég þjálfaði á ferlinum. Hann varð Evrópumeistari með Barcelona og þótt hann hafi ekki alltaf verið fastamaður í liðinu spilaði hann reglulega með því. Það var ekki erfitt að þjálfa Eið, hann var ljúfur sem lamb,“ sagði Ólafur. „Stundum vissi ég ekki alveg hvar ég hafði Eið því hann sagði ekki mikið en þegar hann gerði það hlustuðu menn á hann. Einu sinni hafði ég samband við hann og vildi hitta hann úti á Englandi til spjalla við hann. Hann sagði að það væri ekkert mál,“ sagði Ólafur en þetta varð að fýluferð til Englands. Náði aldrei á hann „Ég fór út en hitti hann aldrei. Ég náði aldrei á hann og þegar ég kom heim var ég ansi fúll út í hann, var óákveðinn hvað ég ætlaði að gera og hugsaði að nú hætti ég að velja hann. Ég hugsaði hvort hann væri búinn að missa metnaðinn fyrir landsliðinu því þegar ég talaði við hann eftir að ég tók við sagðist hann vera orðinn þreyttur á landsliðsumhverfinu,“ sagði Ólafur Fínir mátar í dag „Hann kom samt eftir það og var fínn. Þarna efaðist ég samt um að hann hefði áhuga á þessu lengur og ræddi það við menn í kringum mig sem ég treysti. En úr varð að ég valdi hann. Hann var bara það góður í fótbolta að ég var klár á því að hann myndi nýtast okkur. Alveg eins og þegar ég talaði við Janus Guðlaugsson þegar ég tók við FH á sínum tíma voru þetta stór nöfn sem ég þurfti að eiga við. Ég þurfti að tala við þessa gæja og ég er ánægður að hafa gert það. Heilt yfir gekk þetta ágætlega milli okkar Eiðs, það voru engin leiðindi og þegar ég hitti hann í dag erum við fínir mátar,“ sagði Ólafur. Hann talar samt um að hann hefði viljað að Eiður Smári hefði gefið meira af sér þann tíma sem hann þjálfaði hann í landsliðinu.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira