Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2025 19:30 Robert Lewandowski skoraði þrennu í kvöld og hinn ungi Yamal skoraði eitt. EPA/Quique Garcia Barcelona saxaði á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Celta 2-4 í fjörugum leik. Robert Lewandowski kom Barcelona yfir strax á 10. mínútu en hann átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Heimamenn jöfnuðu leikinn nánast strax í næstu sókn en Lewandowski var aftur á ferðinni á 37. mínútu þegar hann afgreiddi fyrirgjöf frá Marcus Rashford snyrtilega í netið. Heimamenn í Celta voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn á ný en ungstirnið Lamine Yamal kom gestunum aftur yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir glundroða í vítateignum. Lewandowski gekk svo endanlega frá leiknumn á 73. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu frá Rashford í netið. Lokatölur 2-4 og Barcelona aðeins þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid eftir tólf umferðir. Spænski boltinn
Barcelona saxaði á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Celta 2-4 í fjörugum leik. Robert Lewandowski kom Barcelona yfir strax á 10. mínútu en hann átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld. Heimamenn jöfnuðu leikinn nánast strax í næstu sókn en Lewandowski var aftur á ferðinni á 37. mínútu þegar hann afgreiddi fyrirgjöf frá Marcus Rashford snyrtilega í netið. Heimamenn í Celta voru þó ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn á ný en ungstirnið Lamine Yamal kom gestunum aftur yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir glundroða í vítateignum. Lewandowski gekk svo endanlega frá leiknumn á 73. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu frá Rashford í netið. Lokatölur 2-4 og Barcelona aðeins þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid eftir tólf umferðir.