„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 15:59 Hafdís Elva Guðjónsdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ræddu um stöðu barna með einhverfu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“ Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
„Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“
Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira