„Stimplaður óþekkur“ sökum vanþekkingar skólastjórnenda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 15:59 Hafdís Elva Guðjónsdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir ræddu um stöðu barna með einhverfu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bylgjan Móðir drengs með ódæmigerða einhverfu segir son sinn ekki njóta skilnings í skólanum sökum vanþekkingar skólastjórnenda. Hún furðar sig á því að hann hafi ekki fengið pláss á sérdeild, þar fengi hann meiri skilning. „Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“ Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Hann er búinn að eiga rosalega erfitt í skólanum, er stöðugt að flýja. Hann er stimplaður óþekkur og í mótþróa en það er náttúrulega umhverfið sem þarf að laga í kringum hann, aðlaga að honum. Hann er bara ekki að höndla það að vera í stórum bekk þar sem eru mikil læti,“ segir Hafdís Elva Guðjónsdóttir, móðir drengsins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Hafdís segir að það sé sérdeild í skólanum sem hann er í en að hann komist ekki þangað inn. „Þau mega ekki bæta inn á miðjum vetri, það er tekið inn einu sinni á ári og það eru bara ákveðið mörg börn sem komast að,“ segir hún. Þá útskýrir Hafdís í viðtalinu hvað hún á við með því þegar hún talar um vanþekkingu hjá stjórnendum skólans: „Vanþekkingin finnst mér vera á því sviði að þegar hann er að flýja heim þá er hann að fara út af vanlíðan. Hann er ekki að höndla aðstæður, það virðist ekki vera fullur skilningur fyrir því. Það er bara litið svo á að hann ákveði að hann vilji ekki að vera þarna lengur.“ Hún segir að ef sonur hennar væri á sérdeildinni þá fengi hann miklu meira utanumhald. Þar sé umhverfið aðlagað að hans sérþörfum. Sama sagan á hverju vori Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna, var einnig til viðtals. Hún segir samtökin heyra það á hverju einasta vori að það vanti pláss á sérdeildum. „Það er bara þannig að það er mikilvægt að hafa þetta val,“ segir hún. „Mjög margir vilja vera inni í venjulegum bekk og höndla það, aðrir þurfa og vilja annars konar aðstæður. Það virðist alltaf skorta þessi sömu þrjátíu pláss á hverju vori. Mig langar að leggja áherslu á það að fyrir einhverfa krakka og einhverft fólk þá er mjög erfitt að díla við óvissu.“ Hún segir að þess vegna sé svo erfitt að börn með einhverfu fái ekki að vita um vorið hvar það verður í skóla um haustið. „Þau sem þurfa í raun og veru enn frekar á þessum undirbúningi að halda, þau fá hann ekki. Það er risastórt mál.“ Hafdís segist sjá það í umræðunni hjá öðrum foreldrum barna með einhverfu að hún sé ekki sú eina sem er komin með nóg af ástandinu: „Það eru allir einhvern veginn orkulausir og búnir á því, hafa ekki orku í að berjast, það eru allir með sömu söguna.“
Skóla - og menntamál Bítið Grunnskólar Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira