Safna fyrir vin sinn sem lenti í hjólaslysi Máni Snær Þorláksson skrifar 13. apríl 2023 12:36 Mynd tekin á Evrópumeistaramótinu í fjallabruni í Slóveníu síðasta sumar: Elís Hugi Dagsson er fremstur, þar fyrir aftan með gula hjálminn er Helgi Berg Friðþjófsson hjólaþjálfarinn í BFH. Þar næst er Anton Sigurðarsson (BFH) og svo Sól Snorradóttir (HFR) Aðsend Elís Hugi Dagsson slasaðist illa er hann lenti í hjólaslysi í síðastliðnum ágúst. Félagar hans úr afrekshópi fjallahjóladeildar Brettafélags Hafnarfjarðar hafa tekið sig til og efnt til söfnunar fyrir Elís. Markmiðið er að ná að safna fyrir sérútbúnu fjallahjóli svo Elís geti hjólað með þeim á ný. „Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook. Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
„Strákarnir eru búnir að hugsa hvað þeir geta gert til þess að hjálpa honum og fá hann út að leika aftur. Þess vegna kemur þessi áheitasöfnun til sem fer fram um helgina,“ segir Sigurður Ólafsson, sem er í foreldrafélagi Brettafélags Hafnarfjarðar, í viðtali um söfnunina í Bítinu á Bylgjunni. Sigurður bendir á að Elís hafi verið með allan hlífðarbúnað er hann slasaðist. „Slysin klárlega gerast og þetta var akkúrat dæmi um það,“ segir Sigurður og útskýrir hvað kom fyrir. „Þetta er einn af fremstu hjólurum landsins. Það eru skipulögð mót á vegum Hjólreiðasambandsins og í fyrra á einu bikarmótinu þá verður hann fyrir því óhappi að hann dettur á miklum hraða fram af smá kletti, lendir illa. Hann fer fram fyrir sig, brotnar ofarlega í bakinu og er fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Hann er í rauninni lamaður fyrir neðan brjóst í dag.“ Hvernig hefur hann það í dag? „Hann fer inn á Landspítalann og síðan inn á Grensás, var í endurhæfingu. Hann náði að halda áfram í skólanum, Tækniskólinn á heiður skilið fyrir að koma til móts við hann og hjálpa honum. Í dag er hann í skólanum og næsta skref hjá okkur í hjólasamfélaginu er að fá hann inn aftur til að geta hjólað með okkur.“ Frá Spánarferð hjólahópsins í fyrra.Aðsend Taka höndum saman Til þess að Elís geti hjólað aftur með félögum sínum þarf hann sérútbúið rafmagnsknúið fjallahjól. Þannig hjól eru mjög dýr og þess vegna var ákveðið að fara í áheitasöfnunina. Félagar hans ætla að hjóla í heilan sólarhring á æfingahjólum í húsi Brettafélagsins að Flatahrauni 14 í Hafnarfirði. „Hann er búinn að vera í endurhæfingu og er kominn aftur heim. Hann vill náttúrulega komast út aftur að leika. Þessi hjól eru mjög dýr þannig strákarnir voru að spjalla um hvernig þeir gætu aðstoðað hann, þá kom þessi hugmynd að fara í áheitasöfnun,“ segir Sigurður í samtali við blaðamann. Verið er að safna fyrir svona hjóli svo Elís geti hjólað á ný með félögum sínum.Facebook Sigurður segir að í rauninni sé allt hjólasamfélagið að taka höndum saman í þessari söfnun: „Þetta er ekki bara Brettafélag Hafnarfjarðar heldur líka hin hjólreiðafélögin, það eru allir sem flykkjast á bak við þetta og munu hjóla þennan dag. Það eru skipulagðar götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar, það eru allir að taka höndum saman svo hann komist sem fyrst út að leika og til að gera þetta sem bærilegast fyrir hann.“ Skálafell bikarmót síðasta sumar – BFH (Brettafélag Hafnarfjarðar) og HFA (Hjólreiðafélag Akureyrar) strákarnir að njóta veðurblíðunnar á milli keppnisferðaAðsend Nánari upplýsingar um söfnunina er að finna á viðburðinum fyrir hana á Facebook.
Hjólreiðar Góðverk Samgönguslys Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira